Vespasíanus

Rómverskur keisari frá 69 til 79 e.Kr

Titus Flavius Vespasianus (17. nóvember 923. júní 79), þekktur sem Vespasíanus, var keisari í Rómaveldi frá 69 til 79. Vespasíanus var fyrstur flavísku keisaranna en synir hans Títus og Domitíanus voru við völd eftir hans dag. Vespasíanus komst til valda í lok árs hinna fjögurra keisara. Stjórnartíð hans er einkum þekkt fyrir umbætur sem hann stóð fyrir að fordæmi júlísku-cládísku ættarinnar og fyrir stríð gegn Júdeu.

Vespasíanus
Rómverskur keisari
Valdatími 69 – 79

Fæddur:

17. nóvember 9
Fæðingarstaður Falacrina, við Róm

Dáinn:

23. júní 79
Dánarstaður Róm
Forveri Vitellius
Eftirmaður Títus
Maki/makar Domitilla eldri
Caenis
Börn Títus
Dómitíanus
Domitilla yngri
Faðir Titus Flavius Sabinus
Móðir Vespasia Polla
Fæðingarnafn Titus Flavius Vespasianus
Keisaranafn Titus Flavius Caesar Vespasianus Augustus
Ætt Flavíska ættin
Tímabil Ár keisaranna fjögurra

Vespasíanus var hershöfðingi í rómverska hernum í stjórnartíð keisaranna Claudíusar og Nerós. Sem hershöfðingi tók hann þátt í innrás Rómverja í Bretland og hann var sendur af Neró til Júdeu til að kveða niður uppreisn gyðinga á svæðinu. Í Júdeu naut hann aðstoðar Títusar sonar síns þar sem þeir náðu á sitt vald stærstum hluta skattlandsins af uppreisnarherjunum. Áður en þeir náðu Jerúsalem á sitt vald urðu þeir þó að fresta hernaðaraðgerðum þar sem Neró hafði framið sjálfsmorð og Galba orðinn keisari. Galba var þó fljótlega myrtur af Otho sem beið svo ósigur í orrustu gegn Vitelliusi. Í kjölfarið lýstu herdeildirnar í Júdeu og Egyptalandi Vespasíanus keisara og hann náði að tryggja sér völdin eftir að hafa sigrað Vitellius í bardaga árið 69.


Fyrirrennari:
Vitellius
Keisari Rómar
(69 – 79)
Eftirmaður:
Títus


  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.