Gigt
(Endurbeint frá Ikt)
Gigt er flokkur margra mismunandi sjúkdóma sem eiga það sameiginlegt að valda langvinnum sársauka (sem kemur oft í köstum) í liðamótum eða bandvef. Gigtarsjúkdómar eru algengir og er oft erfitt að meðhöndla þá.
Helstu flokkar gigtarsjúkdóma eru bólgusjúkdómar (liðagigt, rauðir úlfar og aðrir sjálfsofnæmissjúkdómar, fjölvöðvabólga, húðvöðvabólga, herslismein, fjölvöðvagigt, æðabólgur, hryggikt, fylgigigt, sóragigt, barnagigt), liðbólgur tengdar sýkingum, kristallasjúkdómar t.d. þvagsýrugigt, slitgigt, vöðva- og vefjagigt, og beinþynning.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Kristján Steinsson. „Gigt og meðferð“. Gigtarfélag Íslands. Sótt 15. janúar 2020.