Sjálfsofnæmissjúkdómur

Sjálfsofnæmissjúkdómur kemur fram þegar ónæmiskerfi líkamans ræðst á eðlilegan hlut af sjálfum sér. Til eru um 80 mismunandi gerðir af sjálfsofnæmissjúkdómum og geta sjúkdómarnir beinst að flestum hlutum líkamans. Algeng einkenni sjálfsofnæmissjúkdóma er vægur hiti og þreytutilfinning. Einkennin koma oft í köstum.[1]

Kona með dæmigerð útbrot af völdum rauðra úlfa.

Ástæðan er oftast óþekkt. Sumar gerðir líkt og rauðir úlfar geta verið algengir í fjölskyldum, sumar gerðir koma fram eftir sýkingu eða annarra umhverfisþátta. Dæmi um algenga sjálfsofnæmissjúkdóma eru: sykursýki af gerð 1, MS-sjúkdómurinn, húðsjúkdómurinn sóri (psoriasis), liðagigt, rauðir úlfar, Hashimoto-sjúkdómur (veldur vanvirkum skjaldkirtli), Graves-sjúkdómur (veldur ofvirkum skjaldkirtli), og glúteinóþol. Oft getur verið erfitt að greina þessa sjúkdóma.[1]

Meðferð við sjálfsofnæmissjúkdómum reynir að draga úr einkennum, en nær ekki að lækna sjúkdóminn. Oft eru bólgueyðandi verkjalyf og ónæmisbælandi lyf notuð.[1] Í sumum tilfellum eru mótefni gefin í æð.

Í Bandaríkjunum eru um 7% fólks með sjálfsofnæmissjúkdóm og koma einkennin oftast fram hjá fullorðnum.[2] Þessir sjúkdómar eru algengari í konum en körlum.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 „Autoimmune diseases fact sheet“. OWH. 16. júlí 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. október 2016. Sótt 5. október 2016.
  2. „Autoimmune diseases fact sheet“. OWH. 16. júlí 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. október 2016. Sótt 5. október 2016.