Ida Pfeiffer
Ida Laura Pfeiffer (14. október 1797 – 27. október 1858) var austurískur landkönnuður, ferðabókahöfundur og mannfræðingur. Hún var ein af fyrstu kvenkyns ferðabókahöfundum og bækur hennar urðu afar vinsælar og voru þýddar á sjö tungumál. Ida ferðaðist um 32.000 km á landi og 240.000 km á sjó gegnum Suðaustur-Asíu, Suður-Ameríku, Austurlönd nær og Afríku og fór tvisvar sinnum umhverfis jörðina frá 1846 til 1855. Hún var félagsmaður í landafræðifélögum í bæði Berlín og París, en beiðni hennar um inngöngu í Royal Geographical Society í London var hafnað, því þar var bann við að kjósa konur inn í félagið allt til ársins 1913.
Ida Pfeiffer kom til Íslands árið 1845 og skrifaði um ferð sína til landsins.[1] [2] Talið er að hún hafi tekið eina af fyrstu ljósmyndum sem teknar voru á Íslandi. Bókin Íslandsferð Idu Pfeiffer 1845 kom út á Íslandi árið 2022 hjá Forlaginu. Guðmundur J. Guðmundsson þýddi.
Tilvísanir
breyta- ↑ Pfeiffer, Ida (2008). A journey to Iceland and travels in Sweden and Norway. Charlotte Fenimore Cooper. Whitefish, MT.: Kessinger. ISBN 0-548-85876-4. OCLC 937991268.
- ↑ Visit to Iceland and the Scandinavian North by Ida Pfeiffer (ebook Project Gutenberg)
Heimildir
breyta- Greinin Ida Laura Pfeiffer á ensku wikipedia
- Ísland í dag (sjónvarpsþáttur) Guðmundur J. Guðmundsson