Saurbær (Dalasýslu)

(Endurbeint frá Hvítadalur)

Saurbær er byggðarlag við innanverðan Breiðafjörð, sunnan við Gilsfjörð. Þar var áður séstakt sveitarfélag, Saurbæjarhreppur, en er síðan 2005 hluti af Dalabyggð. Verslun og þjónustukjarni sveitarinnar er á Skriðulandi í Saurbæ. Vestfjarðavegurinn liggur um sveitina og síðan yfir Gilsfjarðarbrú.

Staðarhólsdalur í Saurbæ. Í forgrunni er minnisvarði um skáldin Stein Steinarr, Stefán frá Hvítadal og Sturlu Þórðarson.

Í Landnámabók segir frá því að landnámsmaðurinn Steinólfur lági Hrólfsson í Fagradal „... gekk þar inn á fjallið og sá fyrir innan dal mikinn og vaxinn allan viði. Hann sá eitt rjóður í dal þeim; þar lét hann bæ gera og kallaði Saurbæ, því að þar var mýrlent mjög, og svo kallaði hann allan dalinn.“

Í Saurbæ er kirkjustaðurinn Staðarhóll. Þar bjó Sturla Þórðarson á Sturlungaöld og á 16. öld bjó þar höfðinginn Staðarhóls-Páll. Í Saurbæ er líka Ólafsdalur, þar sem fyrsti bændaskóli landsins starfaði og margvíslegar tilraunir voru gerðar í landbúnaði. Verið er að gera upp húsakynni þar í því skyni að koma þar upp safni.

Skáldin Steinn Steinarr og Stefán frá Hvítadal ólust upp í Saurbæ.[1]

Heimildir

breyta
  • „Minnisvarðar skáldanna þriggja afhjúpaðir. Af vef Dalabyggðar, skoðað 20. apríl 2011“.
  1. Árni Björnsson. „Á söguslóðum í dölum vestur“. Þjóðviljinn – gegnum Tímarit.is.