Draugur (vofa eða afturganga) er yfirnáttúruleg vera í þjóðtrú og goðsögnum. Á Norðurlöndum átti draugur upprunalega við uppvakning sem risið hafði úr gröf sinni, oftar en ekki vakinn upp með fjölkynngi til að sinna illviljuðum erindagjörðum sem galdramaðurinn fól honum í té. Það var almennt álitið að draugar gætu einnig risið upp úr grafarhaug sínum af sjálfsdáðum og oft voru sérstakar galdrarúnir ristar í steina við grafir stríðsmanna til að koma í veg fyrir að þeir gengju aftur, líkt og rúnasteinnin í Kalleby í Svíþjóð gefur til kynna.

Í þjóðtrú er því almennt trúað að draugar séu sálir látins fólks sem fast milli heima lifenda og dauðra af ýmsum orsökum. Þegar fólk deyi geti til dæmis komið fyrir að vinir og fjölskylda syrgi viðkomandi svo mikið að það vill ekki leyfa manneskjunni að fara og veldur því að látið fólk sitji fast á milli heima.

Ýmsar gerðir drauga breyta

  • dagdraugur - er draugur sem er á ferð um daga sem nætur. Dæmi um slíkan draug var til dæmis Höfðabrekku-Jórunn.
  • fédraugur - er draugur sem gengur aftur til eigna sinna (einkum til að leika sér að peningum sínum).
  • gangári - er flækingsdraugur, afturganga sem flakkar um.
  • sjódraugur eða sædraugur - er draugur sem hefst við í sjó.
  • staðardraugur - er draugur sem fylgir ákveðnum stað.
  • ærsladraugur - er húsdraugur sem gerir skarkala, hreyfir hluti úr stað og veldur ýmsum óútskýranlegum atvikum innanhúss.
  • fjárhúsdraugar - eru draugar eftir fjármenn sem farist hafa voveiflega í eða við fjárhús.
  • útburður - er barn sem borið var út hráblautt og óskírt eða náði af öðrum ástæðum ekki skírn fyrir dauða sinn, sbr.: Móðir mín í kví kví.
  • fylgja - er draugur sem bæði gat verið í manns- eða dýralíki og fylgdi annaðhvort manneskju eða ætt.

Tenglar breyta

   Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.