Sæbjúgu

(Endurbeint frá Holothuroidea)

Sæbjúgu (Fræðiheiti: Holothuroidea) eru einn af sex ættbálkum sem eru innan fylkingar skrápdýra. Enskt heiti sæbjúgna er Sea Cucumbers og danskt heiti er søpølser.

Sæbjúgu
Sæbjúga
Sæbjúga
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Skrápdýr (Echinodermata)
Undirfylking: Echinozoa
Flokkur: Holothuroidea

Útbreiðsla

breyta

Þau er að finna á hafsbotni um allan heim. Til eru um 1.250 tegundir og finnast flestar þeirra í Asíuhluta Kyrrahafs, stórum hluti af þeim er safnað til manneldis og eru sumar tegundir ræktaðar í fiskeldum.

Hægt er að finna mikinn fjölda þeirra á djúpum hafsbotnum, þar sem þau eru oft meirihluti dýra lífmassa. Á dýpi sem er meira en 8,9 km djúpt eru sæbjúgun um 90% lífs þar. Sæbjúgun mynda stóra hópa sem hreyfa sig eftir botninum og veiða sér til matar. Líkami sumra djúpsjávar sæbjúgna, eins og Enypniastes eximia, Paelopatides confundens og Peniagone leander, eru úr sterkum gelkenndum vefjum með einstaka eiginleika sem gerir dýrinu kleyft að stjórna hreyfanleika sínum, sem gefur möguleika á því að lifa annaðhvort á hafsbotni eða synda eða fljóta yfir til þess að færast á milli. Í suður Kyrrahafi er hægt að finna um 40 einstaklinga á hvern m² og geta þessi dýr farið í gegnum 19 kg af seti á m² á ári.

Útlit og lifnaðarhættir

breyta

Sæbjúgun eru sjávardýr með leðurkennda húð og langan líkama. Sæbjúgu eru oftast 10 til 30 cm löng en minnsta þekkta tegundin er einungis 3 mm löng og stærsta getur náð allt að 1 metra. Líkamar þeirra eru allt frá því að vera nánast alveg kúlulaga í að vera líkt og ormar. Fremri hluti dýrsins hefur að geyma munninn og samsvarar fremri hlutinn til til afturenda dýrsins þar sem endaþarmsopið er. Líkami sæbjúganna eru nokkuð sívalur og er samhverfur á lengdarásnum (2). Dýrin hafa oftast pípufætur í fimm röðum eftir líkama þeirra og ná raðirnar frá munni til endaþarms, þannig geta þær hreift sig áfram á botninum (1).

Á fremri hluta dýrsins er munnurinn umkringdur þreifurum sem taka næringu og færa í munninn. Líkamsveggur þeirra samanstendur af húðþekju og húð sem inniheldur minni gerðir af kalksteins ossicles tegundum sem eru notuð til að tegundagreina frekar sæbjúgun.

Sæbjúgu eru almennt hræætur sem nærast á rusli á botndýra svæði hafsins. Undantekningar eru uppsjávar sæbjúgu. Mataræði flestra bjúgna samanstendur af svifi og rotnandi lífrænum efnum sem finnast í sjó. Sum staðsetja sig í straumum og taka fæðu sem flýtur framhjá þreifurum þeirra, þau geta einnig sigtað botnsetið með þeim. Aðrar tegundir geta grafið sig í set eða sand þar til þau eru alveg hulin og geta dregið þreifarana að sér ef hætta steðjar að.

Sæbjúgu þjóna mikilvægu hlutverki í vistkerfi sjávar þar sem þau hjálpa til við endurvinnslu næringarefna, brjóta niður leifar af dauðum dýrum og önnur lífrænn efni. Líkt og önnur skrápdýr hafa sæbjúgu innri beinagrind rétt fyrir innan húðina, einskonar kalk grind. Í sumum tegundum myndar þessi grind einskonar skel eða flatar plötur.

Sæbjúgu fá súrefni úr vatni með tveimur einskonar öndunar tré sem er í gotraufinni í endaþarmsopinu, draga að sér vatn með endaþarmsopinu og sprauta því svo út aftur. Þessi tré samanstanda af röð af þröngum píplum sem liggja á hvorri hlið meltingarvegarins. Sæbjúgun hafa samskipti við hvort annað með því að senda hormóna merki í vatni. Einn ótrúlegur hæfileiki þeirra er að „grípa“ kollagen sem myndar líkamsveggi þeirra. Það er hægt að losa og herða eftir þörf og ef dýrið vill koma sér í gegnum þröngar sprungur þá getur það gert líkama sinn að vökvaformi og hellt sér inní rýmið. Til þess að vernda sig í þessum sprungum, koma þau saman öllum kollagenunum sínum aftur og gera líkama sinn aftur þéttan.

Sumar tegundir sæbjúga sem lifa á kóralrifjum geta varið sig með því að kasta út líffærum sínum til þess að rugla hugsanleg rándýr. Þetta gera þau í gegnum rifu á vegg gotraufarinnar. Líffærin vaxa svo aftur á um einni og hálfri til fimm vikum en er sá tími mismunandi á milli tegunda. Einnig getur losnað um eitur efni nefnd Holothurin við það að losa út nýrnapíplurnar, þetta eitur hefur svipuð áhrif og sápur og getur drepið dýr í nágrenninu og er ein önnur leið dýrsins til að verja sig.

Æxlun

breyta

Flest sæbjúgu fjölga sér með því að sleppa sæði og eggjum út í sjóinn. Ein lífvera getur framleitt þúsundir kynfrumna en er það þó nokkuð mismunandi eftir aðstæðum. Æxlunarfærin samanstanda af einni gotrauf sem samanstendur af þyrpingu af píplum sem sameinast í ein göng sem opnast á yfirborði dýrsins nálægt þreifurunum.

Að minnsta kosti 30 tegundir, þar á meðal sæbúgað red-chester (Pseudocnella insolens), frjóvga egg sín innbyrðis og taka upp frjóvgaða eggið með þreifurum sínum. Eggið er þá sett í poka inní líkama fullorðna dýrsins þar sem það þroskast og að lokum fer út pokanum. Nokkrar tegundir eru einnig þekktar fyrir að ganga með afkvæmi sín og fæða þau svo í gegnum litla rifu nálægt endaþarmsopinu.

Í flestum öðrum tegundum þroskast eggið í syndandi lirfu yfirleitt eftir eingögnu þrjá daga. Fyrsta stig lirfu er þekkt sem Auricularia og er aðeins um 1 mm að lengd. Þegar lirfan stækkar breytist hún í Doliolaria þá er líkami þeirra tunnu lagaður, að lokum er svo þriðja lirfustigið eða Pentacularia en þar sem þreifararnir myndast. Þreifararnir eru yfirleitt fyrsta fullorðins einkennið sem þær fá (2).

Matur og Lyf

breyta
 
Þurrkuð sæbjúgu í kínversku apóteki. Sum afbrigði af sæbjúgum eru notuð í lækningaskyni.

Í Kína er algengt að rækta sæbjúgu í tilbúnum tjörnum. Þau eru notuð til til matar, til lækninga og sem fæðubótarefni og talin heilnæm meðal annars góð fyrir húð, augu og þvagfærakerfi og hafa jákvæð áhrif á kynorku.

Margar tegundir af sæbjúgum sem eru ræktaðar og þurrkaðar. Sumar af þekktari tegundum sem finnast á mörkuðum eru:

  • Holothuria scabra
  • Holothuria fuscogilva
  • Actinopyga mauritiana
  • Stichius japonicus
  • Parastichopus californicus
  • Thelenota ananas
  • Acaudina molpadioides
  • Isostichopus fuscus

Seyði er útbúið úr sæbjúgum og gert að olíum, krem eða snyrtivöru. Sumar vörur eru ætlaðar til inntöku. Ein rannsókn var gerð með því að fjöldi músa var sprautaður með seiði úr sæbjúgum og virtist það nokkuð virkt gegn innvortis verkjum en engin áhrif á verki utaná líkama þeirra. Önnur rannsókn benti á að sæbjúgu innihaldi allar nauðsynlegar fitusýrur sem gætu hugsanlega tekið þátt í viðgerðum á skemmdum vefjum. Verið er að gera rannsaka sæbjúgun með tilliti til meðhöndlunar á ýmsum veikindum og meðal annars ristil krabbameini (2).

Heimildir

breyta
  • „Hvað getið þið sagt mér um sæbjúgu?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 2.11.2013).

Fyrirmynd greinarinnar var að hluta til „Sea cucumber“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. nóvember 2013.