Gróðurhúsaáhrif

Gróðurhúsaáhrif eru hækkun á meðalhita reikistjörnu, vegna gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi hennar. Flestir vísindamenn telja að hækkun meðalhita jarðar stafi af aukinni losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, en náttúruleg fyrirbæri eins og mismunandi geislun sólar og áhrif frá eldfjöllum geta líka haft áhrif til hækkunar hita.[1]

Loftslagsspár gefa til kynna að hækkun hitastigs jarðar verði á bilinu 1,1 °C-6,4 °C á 21. öld og að hækkunin hafi verið á bilinu 0,3-0,6 °C síðustu 150 árin.[2] Veðurfarslíkön benda einnig til þess að hækkun hitastigs verði meiri á pólunum en við miðbaug.[3] Vísindaleg óvissa ríkir um hversu mikið hitinn muni hækka og hver áhrifin verði nákvæmlega á mismunandi svæðum jarðar. Flestir eru þó sammála um að breytingar muni eiga sér stað. Flest lönd hafa skrifað undir Kyoto samkomulagið sem miðar að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda.[4]

NeðanmálsgreinarBreyta

  1. Intergovernmental Panel of Climate Change 2007.
  2. Intergovernmental Panel of Climate Change 2007, Ledley o.fl. 1999.
  3. Jóhannesson og Jónsson 1994.
  4. Ledley o.fl. 1999.

TenglarBreyta