Kapalsjónvarp er kerfi þar sem sjónvarpsþættir eru sendir í gegnum samása kapla. Kapalsjónvarp er andstæðan við jarðsjónvarp þar sem sjónvarpsmerki er varpað í gegnum loftið með útvarpsbylgjum og svo móttekið af loftneti sem er tengt sjónvarpi. Auk sjónvarpsþátta má senda útvarpsþætti og internet- og símaþjónustu í gegnum þessa kapla. Merkið getur verið annaðhvort hliðrænt eða stafrænt.

Samása kapall sem notaður er til að senda kapalsjónvarp

Tengt efni

breyta
   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.