Gervihnattasjónvarp

Gervihnattasjónvarp er sjónvarp sem er sent út með gervihnetti. Tekið er á móti sjónvarpsmerkinu með loftneti, yfirleitt í formi gervihnattadisks. Merkið er þá afruglað með móttakara eða sjónvarpinu sjálfu. Oft er boðið upp á fleiri sjónvarpsstöðvum og öðrum þjónustum á fleiri svæðum en með jarðbundnu sjónvarpi eða kapalsjónvarpi.

Gervihnattadiskar

Gervihnattasjónvarpsútsendingar geta annaðhvort verið hliðrænar eða stafrænar. Á mörgum stöðum er verið að skipta yfir í að senda út eingöngu stafrænar útsendingar, því gæðin eru betri.

Fyrsta gervihnattasjónvarpsútsendingin var árið 1962 og var send frá Evrópu til gervihnattarins Telstar yfir Norður-Ameríku. Fyrsti fjarskiptahnettinum, Syncom 2, var skotið á loft árið 1963. Fyrsti einkafjarskipthnettinum, Intelsat I, var skotið á loft 6. apríl 1965. Fyrsta gervihnattasjónvarpsnetið var sett upp í Sovétríkjunum árið 1967, en það hét Orbita.

Tengt efni

breyta
   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.