Hlöðufell er rismikill móbergsstapi í Árnessýslu, 1.188 metra að hæð. Hlöðufell er norðan Laugarvatns og sunnan Langjökuls. Norðan í Hlöðufellinu er sísnævi. Toppurinn er hömrum girtur og víða ekki aðgengilegur.

Hlöðufell
Hæð1.188 metri
LandÍsland
SveitarfélagBláskógabyggð
Map
Hnit64°25′05″N 20°32′37″V / 64.418188°N 20.543672°V / 64.418188; -20.543672
breyta upplýsingum

Suðvestan undir Hlöðufellinu eru Hlöðuvellir og þar er skáli Ferðafélags Íslands. Upp af húsinu er hamragil og þar um er ein af fáum gönguleiðum sem er fær á Hlöðufellið. Af Hlöðufellinu er mjög gott útsýni til allra átta. Austan við Hlöðufellið er hellirinn Jörundur en hann var friðlýstur 1985. Sunnan undir Hlöðufellinu er Rótarsandur og þar á Brúará upptök sín. Er það sérstök náttúrusmíð þar sem vatnið fossar út úr gljúfurveggjunum.