Kirtilbjörk

(Endurbeint frá Hlíðadrapi)

Kirtilbjörk eða hlíðadrapi (fræðiheiti: Betula glandulosa) er tegund af birkiætt[1] ættuð frá Norður-Ameríku, sem vex í heimskauta og kaldtempruðu loftslagi frá Alaska austur til Nýfundnalands og suður-Grænlandi, og suður eftir upp í fjöllum í norður Kalifornía, Colorado, og Black Hills í Suður-Dakóta í vestri,[2] og staðbundið suður til New York í austri. Á heimskautasvæðum vex hún niður að sjávarmáli, en í suðurhluta vaxtarsvæðisins vex hún upp í 3400 m hæð.

Kirtilbjörk

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Birki (Betula)
Undirættkvísl: Chamaebetula
Tegund:
B. glandulosa

Tvínefni
Betula glandulosa
Michx.

Kirtilbjörk er margstofna runni, yfirleitt um 1 til 3 m hár, oft í þéttum breiðum. Stofnarnir eru grannir, sjaldan yfir 5 til 10 sm gildir, með sléttum, dökkbrúnum berki. Blöðin eru nær kringlótt til egglaga, 0.5 – 3 sm löng og 1 - 2.5 sm breið, með tenntum jaðri. Kvenreklarnir eru uppréttir, 1 - 2.5 sm langir og 5 – 12 mm breiðir.

Hún er náskyld fjalldrapa (Betula nana), og er stundum talið undirtegund hans, sem B. nana subsp. glandulosa. Það sem aðgreinir það helst frá fjalldrapa eru kirtilvörtur á sprotunum og lengri blaðstilkar. Það blandast öðrum birkitegundum.

Tilvísanir

breyta
  1. WCSP: World Checklist of Selected Plant Families
  2. "Betula glandulosa". County-level distribution map from the North American Plant Atlas (NAPA). Biota of North America Program (BONAP).

Ytri tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.