Wikipedia, þá sérstaklega í gegnum systurverkefni þess Wikimedia Commons inniheldur milljónir skráa, aðallega myndir. Hér verður farið yfir notkun skráa og hvernig á að hlaða þeim inn.

sýnishorn
Dæmi um myndlýsingu
Til þess að kalla fram þetta box:
[[Mynd:Example.svg|thumb|Dæmi um myndlýsingu|alt= sýnishorn]]

Nálgast skrár

breyta

Fyrsta skref til að finna skrár á alltaf að vera að leita að þeim á Commons eða Wikipedia fyrst. Notaðu leitargluggann hér fyrir neðan. Hafa þarf í huga að margar skrár á Commons eru með skráaheiti á erlendum tungumálum.

Notkun skráa

breyta
 
"Setja inn" fellilistinn

Þegar þú breytir síðu með "breyta" tenglinum (notar VisualEditor), smellir þú á "Setja inn" fellilistann og "margmiðlun". Þá kemur upp gluggi, þar sem þú getur leitað að myndinni. Þegar þú hefur fundið mynd sem þér líkar við, þá ýtir þú á myndina og smellir á bláa "Nota þessa mynd" takkann, setur inn myndlýsingu í efri textareitinn og smellir á "Setja inn". Ef þú villt setja upp myndina á ákveðinn hátt þá velur þú "ítarlegt" í glugganum.

Skrár með HTML sniði

breyta

Wikipedia tekur ekki við skrám sem eru settar inn á HTML sniði. Með þessu er lokað fyrir að hægt sé að tengja í síður utan Wikipedia og Wikimedia Commons. Fyrir skrár sem eru utan þessara tveggja síðna, þá þarf að hlaða þeim inn.

Reglur um stærð og staðsetningu

breyta

Skrár eiga ekki að vera stærri en 220px. Upplýsingasnið sem geyma upplýsingar til hægri á síðum í sérstöku boxi afmyndast ef skrárnar eru stærri. Auk þess er góð regla að þrengja ekki um of að textanum á síðunni.

Á sama hátt eiga skrár að vera hægra megin á skjánum. Á þann hátt er textinn auðveldur til lestrar.

Hljóð og myndbönd

breyta

Sumar greinar innihalda hljóð eða myndbönd sem er hægt að spila á flestum tölvum og snjallsímum. Vefsvæðið gefur þér upp þá skráartegund sem virkar í þínum vafra, þó svo að upprunaleg skráartegund sé önnur. Vafrarnir Firefox, Chrome og Opera hafa allir innbyggðan stuðning við skráargerðirnar hér.

Ef þú villt hlaða inn myndbandi eða hljóðskrá þá styður vefsvæðið aðeins frjálsu skráartegundirnar WebM, Ogg, Midi, Flac og Wave. Fyrir þá sem horfa eða hlusta á skrárnar býr vefsvæðið einnig til MP3 útgáfu af skrám fyrir þá sem eru ekki með stuðing við hinar skráartegundirnar, eins og til dæmis Internet Explorer.

Sértu með annan vafra en Firefox, Chrome eða Opera þarft þú að nota hugbúnað til að spila skránna. Óháð stýrikerfi gætir þú notað Video Lan Client (niðurhala) eða notað eitt af eftirfarandi forritum, eftir því hvaða stýrikerfi þú ert með.

Fyrir windows getur þú notað Windows Media Player (niðurhala), Winnamp 5 eða hærra (niðurhala) eða WebIM fyrir Internet Explorer (niðurhala).
Fyrir mac getur þú notað iTunes eða Quicktime með XiphQT viðbótinni (niðurhala viðbótinni) eða Miro (niðurhala).
Fyrir unix (þar með talið Linux stýrikerfi) getur þú notað libtheora, MPlayer, Xine eða Miro.

Hægt er að stjórna spilaranum með lyklaborðinu. F lætur spilann nota allann skjáinn, m slekkur á hljóði og hvort tveggja k og bilstöngin skiptir á milli spilunar og að setja á pásu, eftir því hvort sé virkt hverju sinni.

Stuðningur við snjallsíma

breyta

Eftirfarandi vafrar fyrir snjallsíma geta spilað mynbönd og hljóð á Wikipedia:[1][2][3][4] Vafrar sem eru ekki í þessum lista eru ekki studdir að neinu leyti.

Vafri Ogg WebM
  Safari 6.1-11
  Safari 12+ Nei aðeins VP8
  IE 9-11 (Windows 7/8/8.1/10) Nei uppsetningarforrit
  IE 10/11 (Windows RT) Nei Nei
  Edge (Windows 10 PC/Tablet)
  Edge (Windows 10 Mobile)
  Opera mini (all versions) Nei Nei
Android browser 4.4 Nei
Android browser 5.6+
  Opera mobile 15 Nei
  Opera mobile 62 að hluta
  Chrome fyrir Android 89+
  Firefox fyrir Android 86+
UC Browser fyrir Android 12+
Samsung Internet 5+

Hlaða inn skrám

breyta
lang=is

Notendur sem hafa búið til aðgang sem er fjögurra daga gamall og með að lágmarki með tíu breytingar geta hlaðið inn skrám. Hægt er að hlaða inn skrám á annaðhvort þennan Wikipedia vef, eða Wikimedia Commons. Myndir sem þú hefur búið til sjálfur, til dæmis tekið myndir úti, fara á Wikimedia Commons, en myndir sem eru af verki annara, til dæmis logo/einkennismerki og DVD hulstur fara á þennan vef. Skrár á Commons geta öll Wikimedia verkefni og þar á meðal Wikipedia vefir á mismunandi tungumálum nýtt sér skrána, en skrár sem eru héðan eru bara nýtanlegar hér.

Á Wikipedia:Hlaða inn skrá er útskýrt hvað má hlaða inn og síðan leiðir þig áfram á Commons eða upphalsviðmótið á íslensku wikipediu, eftir því sem við á.

Hver skrá á sína eigin síðu þar sem skránni er lýst. Á síðunni skal taka fram uppruna, höfund og leyfi skrárinnar. Leyfi fyrir skrár á íslensku wikipediu er að finna á Wikipedia:Myndasnið.

Skrár sem eru hlaðnar á Commons er hægt að setja undir eftirfarandi leyfi:

  • {{GFDL-self}} til þess að halda höfundarétti en veita leyfi samkvæmt GNU Free Documentation Licence
  • {{CC-BY-3.0}} - Hver sem er má nota, breyta eða deila þessu verki gegn því að nafn höfundar sé tilgreint
  • {{CC-BY-SA-3.0}} - Hver sem er má nota, breyta eða deila þessu verki gegn því að nafn höfundar sé tilgreint og eftirgerðir (afleitt verk) séu gefin út undir þessu leyfi
  • {{FAL}} - Hver sem er má nota, breyta eða deila þessu verki gegn því að nafn höfundar sé tilgreint, eftirgerðir þarf að gefa út undir þessu leyfi með upplýsingum um hvar upprunalegu skrána er að finna.
  • {{Attribution}} eða {{CopyrightedFreeUseProvidedThat}} til þess að setja takmarkanir að þínu eigin vali, aðrar en þær að banna breytingar á skránni eða notkun hennar í atvinnuskyni.
  • {{CC0}} til þess að gefa út skrána undir CC0 dreifingarleyfinu. Íslensk höfundalög veita ekki möguleika á að gefa út skrá í almenning.

Íhugun á niðurhalsmagni

breyta

Myndir geta verið allt frá nokkrum kílóbætum til megabæta. Myndir taka oft lengri tíma að hlaða niður en greinin sjálf. Wikipedia minnkar skrárnar eitthvað með því að búa til smámyndir með minni upplausn sem eru notaðar á greinum, en þetta minnkar ekki alltaf stærð myndanna í kíló- eða megabætum.

  • GIF myndir stærri en 12,5 milljón pixlar (mæld í hæð í pixlum x breidd í pixlum x fjöldi ramma) getur ekki verið sýndar sem smámyndir. Þar að auki sést aðeins fyrsti rammi í GIF hreyfimynd sem er í þessari upplausn.
  • PNG myndir eru góðar fyrir teikningar. Það getur náð sömu gæðum og GIF myndum í smærri stærð.
  • JPEG myndir geta verið mun minni en GIF eða PNG myndir. Þegar munurinn er mjög lítill varðandi gæði, eins og með ljósmyndir þá er JPEG betri með það í huga að skemmri tíma tekur að hlaða skránni.
  • Þegar að skráin er eingöngu línu teikning, texti eða einföld teikning þá getur SVG skrár verið umtalsvert minni en aðrar gerðir af skrám. SVG smámyndir á Wikipedia eru þó alltaf á PNG sniði.
  • Ekki er þörf á heilu myndaalbúmi í grein, sem eykur þann tíma sem tekur að hlaða greininni umtalsvert. Í stað þess, búðu til myndaalbúm eða flokk á Wikipedia Commons.

Notagildi mynda

breyta
 
Þetta er ekki besta leiðin til að sýna Óperuhúsið í Sydney eða þyrlu.

Fyrir utan höfundarétt og skráargerðir, þá þarf alltaf að velja myndir út frá notagildi þeirra.

Greinar sem nota fleiri en eina mynd ættu að sýna mismunandi viðfangsefni hjá þeim texta sem tengist best myndinni. Til dæmis myndu þrjár portrett myndir af hershöfðingja vera mjög óhentugar fyrir grein um hann. Í stað þess myndi kort af baráttu og mynd af eftirköstum þess veita mun meiri upplýsingar.

Myndir eiga að vera nógu stórar til að sýna það sem skiptir máli án þess að þrengja um of að texta greinarinnar. Svipaðar myndir eru aðlaðandi ef þær eru í sömu stærð. Slæm gæði (yfirlýstar, þokukenndar myndir o.s.frv) eða þar sem viðfangsefnið er lítið, falið í ringulreið eða óljóst á ekki að nota.

Notendur eiga að vera dómharðir við val á myndum sem eru bestar fyrir viðfangsefnið í grein. Til dæmis:

  • Mynd af æðarfugli myndi vera gagnslaus ef hann væri í mikilli fjarlægð.
  • Mynd af hnúfubaki ætti að sýna hornið á baki hans sem nafn hans er dregið af.
  • Mynd af Moldóvu ætti að sýna landamæri þess við Rúmeníu og Úkraínu, svo fólk viti hvar landið er í tengslum við nágranna þess.
  • Mynd af kartöflu ætti að sýna mynd af hefðbundinni kartöflu, en ekki af frönskum kartöflum.
  • Óefnisleg viðfangsefni geta verið sýnd á mynd. Til dæmis köttur með klærnar úti sýnir yfirgang, á meðan bíldrusla við hliðina á Mercedes-Benz CLS sýnir mismunun í samfélaginu.

Mikilvægi og alfræðilegt gildi

breyta

Myndir á Wikipediu eiga að vera lýsandi fyrir viðfangsefnið. Myndir eru ætlaðar til þess að upplýsa lesendur með myndrænum upplýsingum.

Til þess að notagildi og menntunargildi myndar sé sem hæst, þá ætti lýsingin á myndinni á síðu hennar að lýsa viðfangsefninu eins vel og unnt er. Til dæmis, ættu ljósmyndir af listaverki að tilgreina listamanninn, staðsetningu listaverksins, dagsetningu, auðkenni safnsins á listaverkinu o.s.frv. Myndir sem hafa ekki þessa ítarlegu lýsingu eru oft óhentugri fyrir Wikipedia, þar sem upplýsingagildi þeirra er ekki eins mikið.

Upplýsingar um uppsprettu myndarinnar, ef þær eru til staðar, mættu vera skráðar í lýsingu myndarinnar á síðu hennar. Almennt séð, þá reiknar Wikipedia með því að höfundar myndanna séu að greina rétt frá viðfangsefni myndarinnar. Þessar upplýsingar eru þó mikilvægar fyrir tæknilegar teikningar, þar sem einhver myndi vilja fá staðfestingu á nákvæmni myndarinnar.

Móðgandi myndir

breyta

Upplýsingar um móðgandi eða særandi myndir er ekki hluti af verkefni Wikipedia. Wikipedia er ekki ritskoðuð. Hinsvegar, ættu myndir sem eru móðgandi ekki að vera á Wikipedia nema farið sé með þær á alfræðilegan hátt.

Tilvísanir

breyta