Franskar kartöflur

Franskar kartöflur eru kartöflur sem hafa verið skornar í strimla og djúpsteiktar. Flestar heimildir benda til að franskar kartöflur hafi fyrst verið matreiddar á landsvæði sem nú tilheyrir Belgíu. Aðrar halda því fram að þær hafi fyrst komið fram á Spáni og sá siður að djúpsteikja þær hafi síðan flust til þess hluta Niðurlanda sem þá var undir spænskri stjórn.

Franskar kartöflur á diski.

McDonald's skyndibitakeðjan hefur átt stóran þátt í því að gera franskar kartöflur vinsælar út um allan heim. McDonalds gerði á sínum tíma samning við fyrirtækið J.R. Simplot sem hafði fundið upp aðferð til þess að snöggfrysta franskar kartöflur. Áður höfðu franskar kartöflur verið skrældar og skornar niður á staðnum, en með uppfinningu Simplot fyrirtækisins mátti skera niður starfsmanna-kostnað og stytta afgreiðslutímann.

Eitt og annað um franskar kartöflur breyta

  • Þegar ljóst var að Frakkar myndu ekki styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 fóru sumir Bandaríkjamenn að kalla franskar kartöflur, „frelsiskartöflur“ (enska: freedom fries) í mótmælaskyni.
  • Á Íslandi eru franskar kartöflur venjulega bornar fram með tómatsósu eða kokkteilsósu en annars staðar t.d. með majónesi, ediki (oftast maltediki) og ýmiss konar kryddsósum og ídýfum.
   Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.