Hjálp:Tenglar

(Endurbeint frá Hjálp:Hlekkir)

Tenglar eða hlekkir eru notaðir til þess að tengja í síður. Tenglar eru búnir til með því að smella á tengla hnappinn . Eins og viðmótið bendir til eru til tvær tengundir af tenglum, innri og ytri tenglar. Einnig er hægt að tengja í eina síðu og birta annan texta.

Innri tenglar

breyta

Þetta eru tenglar innan íslensku Wikipedia. Þá er að finna í greinatexta þar sem einstök orð eru látin virka sem tenglar á aðrar greinar. Þessir tenglar geta verið bláir sem merkir að þeir vísa í grein sem þegar er til eða þeir geta verið rauðir en það þýðir að grein með því nafni er ekki til enn þá. Þessir tenglar eru búnir til með tvöföldum hornklofum: [[Tengill]] og pípum (|). Málskipan þeirra er eftirfarandi:

  • [[Lofsöngur]] er tengill í greinina Lofsöngur.
  • [[Lofsöngur|þjóðsöngur Íslands]] er tengill í Lofsöngur undir nafninu „þjóðsöngur Íslands
  • [[Lofsöngur]]inn er styttri leið til að skrifa [[Lofsöngur|Lofsöngurinn]]
  • Lof[[söngur]] er styttri leið til að skrifa [[söngur|Lofsöngur]]

Venjan er að tengja í þau hugtök sem ætla má að hægt sé að skrifa alfræðigrein um. Aðeins er tengt þar sem orðið kemur fyrst fyrir í greininni nema hún sé þeim mun lengri, en þá er í lagi að gera það nokkrum sinnum með reglulegu millibili, til dæmis í fyrsta skipti sem orðið kemur fyrir í hverjum undirkafla.

Ytri tenglar

breyta

Þessir tengja í síður utan íslensku Wikipedia. Gott er að tengja í gagnleg vefsvæði sem tengjast umfjöllunarefni greinarinnar en þessum tenglum er yfirleitt safnað saman í sérstakan lista neðst í greinunum en ekki hafðir með inni í miðjum textanum. Ytri tenglar birtast ljósbláir og eru fengnir fram með því að gera [http://www.vefsvæði.is Vefsvæði].

Tenglar á önnur Wiki-verkefni

breyta

Auk Wikipediu eru til Wiktionary, Wikiquote og Wikibooks. Hægt er að tengja í færslur þar á keimlíkan hátt og tengt er í innri tengla, nema nú með forskeyti:

  • [[wikt:is:forseti|forseti]] tengist í færsluna fyrir nafnorðið forseti á íslensku wiktionary
  • [[q:is:Ólafur Ragnar Grímsson|Ólafs Ragnars Grímssonar]] tengist í færsluna með ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar á íslenska wikiquote
  • [[b:is:Matreiðslubók|Matreiðslubók]] tengist í færsluna Matreiðslubók á íslenska wikibooks


Svæðistenglar (akkeri)

breyta

Svæðistengill eða akkeri kallast sú tegund tengla sem að leiða á ákveðna staðsetningu í síðum. Akkeri geta bæði leitt á stað á síðum sem og öðrum síðum. Staðsetning getur verið nafn fyrirsagnar í síðu eða valin. Til að virkja þetta er „#“ notað sem forskeyti í tenglinum.

Dæmi: Akkeri á fyrirsögninga „Wiki-tenglar“ yrði gert svona [[#Wiki-tenglar]] og kæmi út #Wiki-tenglar. Til að fela kassamerkið er akkerið haft pípað.

Til að akkeri vísi hefst í síðu er „#top“ haft sem innihald tengilsins. Þetta orð er frátekið og mun ekki vísa á fyrirsögn undir þessu nafni nema að hún sé til staðar.

Dæmi: Þetta [[#top]] framkallar „#top“, sem að má hafa pípað.

Þegar akkeri á að vísa á valna staðsetningu er HTML-skipunin „<span>“ notuð með eigindinu „id“. Skipunin er staðsett þar sem að akkerið á að leiða.

Dæmi: Akkeri sem á að leiða á áhveðan staðsetningu á síðu yrði gert svona [[#nafn_tengils]] og myndi það leiða þangað ef <span id="nafn_tengils"><span> væri þar. Ekki má hafa kassamerki í „span“-skipuninni. Einnig mun þetta ekki virka ef að fyrirsögn með sama nafni er til staðar.

Sjá einnig

breyta

Stuðningur og virkni MediaWiki á:


Wikipedia samfélagið
 
Potturinn | Samfélagsgátt | Gátlistinn | Handbókin
Reglur: Hlutleysisreglan | Sannreynanleikareglan | Engar frumrannsóknir |

Æviágrip lifandi fólks | Máttarstólpar Wikipedia | Markvert efni

Önnur stefnumál: Nafnavenjur | Flokkakerfið | Viðhald | Deilumál | Framkoma á Wikipediu
Notendur: Möppudýr | Vélmenni | Hver erum við? | Notendur eftir breytingafjölda | Notendakassar
Annað: Samvinna mánaðarins | Tillögur að úrvalsgreinum | Tillögur að gæðagreinum | Merkisáfangar | Hugtakaskrá