Hesíódos
(Endurbeint frá Hesíodos)
Hesíódos (gríska Ἡσίοδος) var grískt skáld sem var uppi um 700 f.Kr. Eftir hann liggja verkin Goðakyn (um uppruna heimsins og ættir guðanna) og Verk og dagar. Lítið er vitað um ævi Hesíódosar umfram það sem kemur fram í verkum hans. Hann var frá Böótíu og segist vera einfaldur bóndi sem hafi orðið af föðurarfi sínum vegna svika bróður síns. Hann er ein helsta heimild okkar um gríska goðafræði, landbúnað, stjörnufræði og tímatal á tímum Forn-Grikkja.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Hesíódosi.
Þessi fornfræðigrein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.