Helgi Seljan (blaðamaður)

Íslenskur blaðamaður

Georg Helgi Seljan Jóhannsson (f. 18. janúar 1979), oftast kallaður Helgi Seljan er íslenskur blaðamaður sem hefur meðal annars starfað á Austurglugganum, DV, Talstöðinni og NFS [1] en þó lengstum í Kastljósinu á RÚV og síðar Kveik. Hann var kjörinn sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaunahátíðinni árin 2016 og 2017 og maður ársins 2019 af lesendum DV.is.[2]

Eftir 15 ára veru hjá Ríkisútvarpinu ákvað Helgi Seljan að söðla um og hefja störf á Stundinni, frá janúar 2022.[3] Hann lét af störfum hjá Heimildinni, sem varð til við sameiningu Stundarinnar og Kjarnans, í október 2024.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. „Helgi Seljan á RÚV“. Málefnin. Sótt 9. apríl 2020.
  2. „Helgi Seljan er maður ársins 2019: „Þetta var erfiður og langur tími, en nú tekur annað við". DV. 30. desember 2019. Sótt 9. apríl 2020.
  3. „Helgi Seljan hefur störf á Stundinni“. Stundin. Sótt 13. janúar 2022.
  4. Jakob Bjarnar (18. október 2024). „Helgi hættur á Heimildinni - Vísir“. Vísir.is. Sótt 18. október 2024.