Austurglugginn
Austurglugginn er vikublað sem gefið hefur verið út á Austurlandi frá árinu 2002 af Útgáfufélagi Austurlands, sem heldur jafnframt úti vefmiðlinum Austurfrétt. Blaðið varð til við sameiningu Austra, málgagns Framsóknarmanna á Fljótsdalsheraði og Austurlands, málgagns Alþýðubandalagsins á Austurlandi. Við samrunan átti að koma á fót öflugu, óháðu landshlutablaði.[1]
Fyrsti ritstjóri Austurgluggans var Brynjólfur Þorvarðarson, en í dag ritstýrir Gunnar Gunnarsson bæði Austurglugganum og Austurfrétt.is.[2]
Heimildir
breyta- ↑ Gunnarsson, Gunnar (1. febrúar 2022). „Austurglugginn 20 ára“. Austurfrétt.is. Sótt 6. febrúar 2022.
- ↑ „Um okkur“. Austurfrétt.is. 17. desember 2015. Sótt 6. febrúar 2022.