Helena og Óðinn - Lögin úr Allra meina bót

Lögin úr Allra meina bót er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1961. Á henni syngur Helena Eyjólfsdóttir lögin Það sem ekki má og Gettu hver hún er og Óðinn Valdimarsson syngur Augu þín blá, en þessi lög eru öll úr leikritinu Allra meina bót eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni. Einnig er Bjórkjallarinn fluttur á plötunni. Hljómsveit Finns Eydal leikur undir. Platan er hljóðrituð í mono. Hljóðritun fór fram í Ríkisútvarpinu. Umslagið var hannað hjá Amatörverslunninni ljósmyndastofu. Platan var pressuð hjá AS Nera í Osló.

Lögin úr Allra meina bót
Bakhlið
EXP-IM 92
FlytjandiHelena Eyjólfsdóttir, Óðinn Valdimarsson, hljómsveit Finns Eydal
Gefin út1961
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti

breyta
  1. Í bjórkjallaranum - Lag og texti: Rússneskt þjóðlag
  2. Augun þín blá - Lag - texti: Jón Múli Árnason - Jónas Árnason
  3. Það sem ekki má - Lag - texti: Jón Múli Árnason - Jónas Árnason - Hljóðdæmi
  4. Gettu hver hún er - Lag - texti: Jón Múli Árnason - Jónas Árnason - Hljóðdæmi