Heimilistónar er íslensk kvennahljómsveit stofnuð 1997. Hún er nú samansett af þeim stöllum Vigdísi Gunnarsdóttur leikkonu, Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur leikkonu, Ragnhildi Gísladóttur söng- og leikkonu, og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur leikkonu. Áður var Halldóra Björnsdóttir í hljómsveitinni en hún hætti árið 2003 og komu í hennar stað Katla Margrét og Ragnhildur.

Hljómsveitin gaf út breiðskífuna Herra ég get tjúttað árið 2007.

2018 tók hljómsveitin þátt í Söngvakeppninni, komust í úrslit og lenti þar í þriðja sæti með lagið, Kúst og fæjó.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.