Hansína Regína Björnsdóttir

Hansína Regína Björnsdóttir (6. júní 1884 – 5. febrúar 1973) var íslenskur ljósmyndari sem undirritaði ljósmyndir sínar með nafninu H. Eiríksson. Ljósmyndasafn hennar er í vörslu Þjóðminjasafns Íslands.

Hansína Regína Björnsdóttir
Fædd6. júní 1884
Dáin5. febrúar 1973 (88 ára)
StörfLjósmyndari
MakiJón Kristján Lúðvíksson (g. 1911)
ForeldrarSúsanna Sophie Níelsdóttir Weywadt og Björn Eiríksson

Æska og uppvöxtur

breyta

Hansína Regína Björnsdóttir fæddist þann 6. júní árið 1884 á Eskifirði. Foreldrar hennar voru Súsanna Sophie Níelsdóttir Weywadt og Björn Eiríksson. Hansína var ein af átta börnum hjónanna og ólst upp í umsjá móður sinnar, sem sá fyrir heimilinu á meðan eiginmaður hennar vann sem trésmiður.[1][2] Hansína var langafadóttir Hans Jonatans,[2] sem hafði komið til Íslands eftir að hafa sloppið úr þrældómi í dönsku Vestur-Indíum. Hans Jonatan var fyrsti innflytjandinn til Íslands af afrískum uppruna[3] og hann eignaðist tvö börn með íslenskri eiginkonu sinni, Katrínu Antoníusdóttur: Lúðvík Stefán og Hansínu Regínu, föðurmóður og nöfnu Hansínu Regínu Björnsdóttur.[4]

Þegar Hansína var fjögurra ára gömul fór hún í fóstur til móðursystur sinnar, Nicoline Weywadt, sem var húsfreyja á Teigarhorni nálægt Djúpavogi. Weywadt kenndi Hansínu ljósmyndun og sendi hana síðan til frekara náms í Kaupmannahöfn.[2] Hansína lauk námi sínu árið 1903, sama ár og móðir hennar lést,[1] og sneri heim á Teigarhorn.[5]

Ferill

breyta

Hansína tók yfir rekstur á ljósmyndastofu móðursystur sinnar og rak stofuna til ársins 1911.[5] Það ár giftist hún Jóni Kristján Lúðvíkssyni og átti eftir að eignast með honum fimm börn. Eftir hjónabandið hætti hún um hríð að vinna við ljósmyndun en hóf síðar reksturinn áfram undir nafninu H. Eiríksson. Sumar af ljósmyndum hennar förguðust í slysi en þær myndir sem varðveist hafa eru flestar af fólki og landslagi í kringum Berufjörð.[1]

Dauði og eftirmæli

breyta

Hansína lést þann 5. febrúar árið 1973 og var grafin í kirkjugarðinum á Djúpavogi. Árið 1981 keypti Þjóðminjasafn Íslands 1.200 plötur og önnur verkfæri sem Hansína hafði unnið með. Í skjalasafni Hansínu voru einnig ljósmyndir eftir frænku hennar, Nicoline Weywadt.

Heimildir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 Austfirskir kvenljósmyndarar 1871 - 1944, bls. 15.
  2. 2,0 2,1 2,2 Maðurinn sem stal sjálfum sér, bls. 181.
  3. Seidler 2018.
  4. Maðurinn sem stal sjálfum sér, bls. 233.
  5. 5,0 5,1 Teigarhorn við Berufjörð, bls. 4.

Heimildaskrá

breyta
  • Gísli Pálsson (2014). Maðurinn sem stal sjálfum sér. Mál og menning. ISBN 9789979334835.
  • Guðmundur Lúther Hafsteinsson (27. febrúar 2015). „Teigarhorn við Berufjörð“ (PDF). Þjóðminjasafn Íslands. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 6. desember 2019. Sótt 29. mars 2019.
  • Magnea Bára Stefánsdóttir (september 2014). Austfirskir kvenljósmyndarar 1871 - 1944: Rannsókn og sýningarhandrit (PDF) (Mastersritgerð). Reykjavík, Ísland: Háskóli Íslands. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 14. desember 2018. Sótt 14. desember 2018.
  • Seidler, Christoph (8. apríl 2018). „Die wundersame Geschichte des Hans Jonathan“. Spiegel Online (þýska). Hamborg, Þýskaland. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. apríl 2018. Sótt 14. desember 2018.

Tenglar

breyta

Ljósmyndir eftir H. Eiriksson, Berufirði