Teigarhorn er býli undir Búlandstindi í sunnanverðum Berufirði á Austfjörðum. Þar er meðal annars rekið geislasteinasafn og veðurathugunarstöð. Þann 22. júní 1939 mældist þar mesti hiti á Íslandi, 30,5 °C.

Teigarhorn í Berufirði.
Fjaran við Teigarhorn.

Teigarhorn var byggt af Weiwadt fjölskyldunni í kringum 1800. Húsið sem þau byggðu stendur þar enn ásamt öllum gömlu húsgögnunum. Sumir úr fjölskyldunni urðu þekktir til dæmis Nicoline Weywadt ljósmyndari. Seinna fluttist nýtt fólk á Teigarhorn þegar aðeins einn ættarmeðlimur var eftir (Kristján Jónsson) og byggðu nýtt hús en fluttu burt nokkrum árum seinna. Teigarhorn fékk sinn fyrsta landvörð 2013-2014. Í kletti á Teigarhorni fannst stærsta eintak af skólisíti sem fundist hefur á Íslandi en að Teigarhorni eru margar fjörur þar sem mikið er af geislasteinum.[1]

Heimildir breyta

  1. Stór geislasteinn á Teigarhorni grein í Morgunblaðinu frá 2013
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.