Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar

Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar var reist árið 1935 af íþróttakennaranum Jóni Þorsteinssyni. Húsið er númer sjö við Lindargötu og hýsir í dag tvö leiksvið Þjóðleikhússins Kassann og Kúluna.

Saga breyta

Jón Þorsteinsson kom heim til Íslands sem menntaður íþróttakennari og hóf þegar restur íþróttaskóla. Nefndist skólinn upphaflega Müllersskólinn enda var þar einkum staðið fyrir kennslu í hinum vinsælu Müllersæfingum. Auk kennslu fyrir almenning, sá Jón um að þjálfa meðlimi flestallra íþróttafélaga bæjarins í fimleikum.

Árið 1935 lét Jón Þorsteinsson reisa veglegt, sérhannað íþróttahús. Arkitektar þess voru Einar Sveinsson og Sigmundur Halldórsson og var húsið í Funkisstíl, það bjó yfir tveimur íþróttasölum: öðrum 8*10 metra en hinum 10:20 metra. Íþróttaskólinn var starfræktur í húsinu næstu fjóra áratugina, til ársins 1976.

Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar var stærsta íþróttahús Reykjavíkur þar til bærinn eignaðist íþróttahúsið Hálogaland rétt eftir síðari heimsstyrjöldina, en um var að ræða gamlan íþróttabragga frá breska hernámsliðinu. Fyrstu árin fór keppni á Íslandsmótinu í handknattleik fram í Lindargötuhúsinu. Þar var einnig um árabil aðalæfingaraðstaða Ármenninga.[1]

Tilvísanir breyta

  1. Guðjón Friðriksson Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. 1870-1940, 2.bindi. Iðunn 1994.