Handknattleiksárið 1941-42

Handknattleiksárið 1941-42 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1941 og lauk sumarið 1942. Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Ármenningar í kvennaflokki. Engir landsleikir fóru fram á tímabilinu.

Karlaflokkur

breyta

1. deild

breyta

Valsmenn urðu Íslandsmeistarar á fullu húsi stiga. Einungis fjögur félög sendu lið til keppni í meistaraflokki, en önnur félög tóku þátt í keppni 1. flokks. Leikin var einföld umferð.

Félag Stig
  Valur 6
  Víkingur 4
  KR 2
  Haukar 0

Kvennaflokkur

breyta

1. deild

breyta

Ármannsstúlkur urðu Íslandsmeistarar í kvennaflokki eftir sigur á Haukum. Þrjú lið voru skráð til keppni en Víkingar gáfu leiki sína. Því fór aðeins einn leikur fram í mótinu. Lið Ármanns varð einnig Íslandsmeistari utanhúss.

  • Ármann - Haukar 15:10