Hafdiskur
Hafdiskur er tvískelja lindýr af diskaætt. Hafdiskar eru fjárhagslega ein af mikilvægustu sjávartegundum norðaustur Ameríku.
Útlit
breytaHafdiskurinn hefur tvær skeljar sem haldast saman með vöðva og er vöðvinn ástæðan fyrir því að tegundin er veidd, vöðvinn er eldaður og étinn. Vöðvinn er fitulítill prótíngjafi með hátt hlutfall seleníum og B-vítamína.
Skelin er í laginu eins og báróttur diskur og dregur nafn sitt af henni. Efri skelin er yfirleitt bleik eða brún en neðri skelin hvít eða kremuð. 5-10% hafdiska eru þó albinóar, sem sagt báðar skeljarnar hvítar.
Lifnaðarhættir
breytaHeimkynni hafdiska er í norðvestur Atlantshafi á landgrunni frá Maine til St. Lawrenceflóa suður af Hatteras höfða í Norður Karólínu. Hafdiskar lifa yfirleitt á 18-110 m dýpi en geta líka lifað á aðeins 2 m dýpi í árósum við Maine og Kanada. Á syðri slóðum finnast þeir aðallega frá 45 til 75 m dýpi og eru ekki eins algengir í grynnri sjó vegna hærra hitastigs sjávar. Jafnvel þó að stofninn sé ekki oft að finna á meira en 110 m dýpi, hafa fundist hafdiskar á allt að 384 m dýpi og á 170 til 180 m dýpi í kringum Maine flóa. Hafdiskar þyrpast saman í einskonar bæli sem festast við botninn og haldast þar heil í nokkur ár og jafnvel til frambúðar ef aðstæður eru hagstæðar, þ.e. hitastig, nægt fæði í kring og góð skilyrði fyrir hrygningu og þroskaskeið lirfa. Fullvaxna hafdiska er yfirleitt að finna í þéttum sandi, í möl, á skeljum og á grjótum.
Veiðar og afli
breytaSamkvæmt NOAA, eru veiðar á hafdiskum í heilbrigðum mæli og á sjálfbæran hátt. Veiðar hafdiska eru þær stærstu í heimi miðað við villtar diskategundir. Árið 2008 var uppskera hafdiskavöðva í Bandaríkjunum rúmlega 24 þúsund tonn og 370 milljón dollara virði en árið 2014 aðeins rúmlega 15 þúsund tonn en 424 milljón dollara virði. Langmestur afli er veiddur af skipum frá Massachusetts og New Jersey.
The Monterey Bay Aquarium's Seafood Watch verkefnið hjálpar fyrirtækjum og neytendum að velja sér sjávarfang sem er veitt eða alið á þann hátt að sjávarlíf sé varðveitt í dag og fyrir komandi kynslóðir. Þeir skipta stofnum upp í 3 flokka ,,besta val”(Best Choises), ,,góður staðgengill”(Good Alternatives) og ,,sneiða hjá”(Avoid). Samkvæmt lista Monterey Bay Aquarium Seafood Watch eru hafdiskar ,,góður staðgengill”. Greenpeace samtökin eru hins vegar ekki sammála og hafa sett hafdiskinn á rauðan yfir tegundir sem eru ofveiddar. Einnig hafa samtökin bent á að veiðar á hafdiskum eru framkvæmdar með plógi og telja þeir að veiðiaðferðin sem notuð er, sé að eyðileggja kóralla og svampdýr. Samkvæmt Greenpeace drepast hátt í 1000 skjaldbökur á hverju ári vegna þessara veiða.
Núorðið hafa þó verið gerðar endurbætur á veiðibúnaðinum og eru þá settar skiljur á plógana, sem hefur dregið verulega úr veiðum á skjaldbökum og öðrum meðafla.
Tenglar
breyta- Fishwatch.gov Geymt 5 febrúar 2017 í Wayback Machine
- Greenpeace.org Geymt 21 október 2014 í Wayback Machine
- Seafoodwatch.org[óvirkur tengill]
- Nefsc.noaa.gov