Gaddvespur (fræðiheiti: Aculeata) er flokkun á æðvængjum sem hafa þróast þannig að varppípan hefur breyst í stungugadd. Það eru ekki allar tegundir gaddvespna sem stinga, margar stinga ekki vegna þess að varppípan hefur þróast í aðra átt til að gera auðveldara að verpa eða varppípan hefur alveg horfið. Býflugur, maurar og öll félagsskordýr meðal æðvængja teljast til gaddvespa. Talið er að einmitt hinar miklu varnir sem felast í gaddinum geti hafa ýtt undir þróun sem félagskordýr.

Gaddvespur
Vespula vulgaris
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Undirættbálkur: Broddvespur (Apocrita)
Innættbálkur: Aculeata
Yfirættir

Apoidea
Chrysidoidea
Vespoidea

Tenglar breyta