Höfuðlús
Höfuðlús (Pediculus humanus capitis) er sníkjudýr sem lifir í hári manna.[1] Höfuðlýs eru vængjalaus skordýr sem eyða öllum sínum lífsferli á höfði manna þar sem þær nærast á mannsblóði sem er þeirra eina fæða.[1] Menn eru einu þekktu hýslar höfuðlúsar en simpansar og bónóbóapar hýsa náskylda tegund, Pediculus schaeffi. Aðrar tegundir lúsar sýkja flestar tegundir spendýra og allar tegundir fugla.
Höfuðlús | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Þrínefni | ||||||||||||||||
Pediculus humanus capitis (De Geer, 1767) |
Lýs eru frábrugðnar öðrum blóðætum eins og flóm að því leyti að þær eyða öllu lífi sínu á hýsli.[2] Höfuðlýs geta ekki flogið, og fætur þeirra eru svo stuttir að þær geta ekki stokkið og eiga erfitt með gang á sléttu yfirborði.[2]
Höfuðlús ber ekki með sér sjúkdóma, ólíkt hinni náskyldu fatalús (Pediculus humanus humanus). Höfuðlús og fatalús eru nánast eins í útliti en æxlast ekki sín á milli með því að kjósa að festa egg við höfuðhár frekar en föt. Erfðafræðirannsókniri hafa leitt í ljós að höfuðlýs og fatalýs aðskildust fyrir um 30.000-110.000 árum þegar margir menn tóku að klæðast fötum að verulegu ráði.[3][4] Mun fjarskyldari fatalús er flatlús (Pthirus pubis) sem sýkir einnig menn. Flatlýs eru nokkuð frábrugðnar höfuðlús og flatalús í útliti en líkjast meir þeim tegundum lísa sem sýkja aðrar tegundir prímata.[5]
Þegar höfuðlúsasmit koma upp er yfirleitt gripið til þeirra ráða að reyna að útrýma þeim, sérstaklega þegar þau verða meðal barna. Þótt höfuðlýs beri ekki sjúkdóma, geta komið upp sýkingar í bitför höfuðlúsa ef klórað er í bitin, en slíkt er þó sjaldgæft. Höfuðlúsasmit gætu gagnast hýslinum með því að efla ónæmiskerfi hans gegn lúsasmitum sem hjálpar honum að verja sig gegn fatalúsum sem geta borið hættulega sjúkdóma.[6]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Buxton, Patrick A. (1947). „The biology of Pediculus humanus“. The Louse; an account of the lice which infest man, their medical importance and control (2nd. útgáfa). London: Edward Arnold. bls. 24–72.
- ↑ 2,0 2,1 Maunder, J. W. (1983). „The Appreciation of Lice“. Proceedings of the Royal Institution of Great Britain. 55: 1–31.
- ↑ Kittler R, Kayser M, Stoneking M (ágúst 2003). „Molecular evolution of Pediculus humanus and the origin of clothing“. Current Biology. 13 (16): 1414–7. doi:10.1016/S0960-9822(03)00507-4. PMID 12932325.
- ↑ Stoneking, Mark (29. desember 2004). „Erratum: Molecular Evolution of Pediculus humanus and the Origin of Clothing“. Current Biology. 14 (24): 2309. doi:10.1016/j.cub.2004.12.024.
- ↑ Buxton, Patrick A. (1947). „The crab louse Phthirus pubis“. The Louse; an account of the lice which infest man, their medical importance and control (2nd. útgáfa). London: Edward Arnold. bls. 136–141.
- ↑ Rozsa, L; Apari, P. (2012). „Why infest the loved ones – inherent human behaviour indicates former mutualism with head lice“ (PDF). Parasitology. 139 (6): 696–700. doi:10.1017/s0031182012000017. PMID 22309598.