Fló
Flær (fræðiheiti: Siphonaptera) eru lítil (1,5-3,3 mm löng) vænglaus skordýr með munnlimi sem geta rofið húð spendýra og fugla. Flær eru sníkjudýr sem lifa á jafnheitu blóði þessara dýra. Þær hafa langa fætur sem þær geta stokkið með og eru með mestu stökkvurum dýraríkisins miðað við stærð. Skrokkurinn þolir mikinn þrýsting.
Flær Tímabil steingervinga: Mið-Júra til nútíma[1] | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Rafeindasmásjármynd (SEM) af fló
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Undirættbálkar | ||||||||||||||
Ceratophyllomorpha | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Aphaniptera ნინო |
Flóabit valda hýslinum venjulega miklum óþægindum með kláða. Flær geta líka borið ýmsa sjúkdóma milli hýsla, þar á meðal kýlapest sem oft hefur valdið skæðum faraldri meðal manna.
Tilvísanir
breyta- ↑ Huang, D., Engel, M.S., Cai, C., Wu, H., Nel, A. (2012). "Diverse transitional giant fleas from the Mesozoic era of China". Nature, prent. doi:10.1038/nature10839.