Höfuðbolur
Höfuðbolur (fræðiheiti Cephalothorax) er í líffærafræði notað yfir fyrsta meginhluta búks líkama dýra í áttfætlu- og stórkrabbaflokki innan liðdýrafylkingarinnar. Á þessum hluta búksins er munnurinn, útlimir og fálmarar ef við á. Afturbolurinn er svo restin af meginhluta líkamans.