Eiðistorg er gata á Seltjarnarnesi og er á mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness. Gatan dregur nafn sitt af býlinu Eiði[1] sem stóð skammt frá þar sem Eiðistorg er nú. Býlið varð að víkja fyrir nýrri byggð og var það brennt í maí 1979.[2]

Við Eiðistorg 1-9 stendur íbúðarblokk sem reist var árið 1979 og gengur undir heitinu „Hornbjarg".[3] Við Eiðistorg 11-17 er húsaþyrping sem myndar verslunarkjarnann Eiðistorg. Í miðhluta verslunarkjarnans er opið svæði með hitabeltisplöntum.

Fyrsta verslunin sem var opnuð á Eiðistorgi var matvöruverslunin Vörumarkaðurinn sem tók til starfa í ágúst árið 1983.[4] Í kjölfarið fjölgaði verslunum á torginu og á blómaskeiði þess hafði fjöldi fyrirtækja þar aðsetur, s.s. Útvegsbanki Íslands, síðar Íslandsbanki, Íslandspóstur, Nesapótek, bókaverslunin Eymundsson, skyndibitastaðurinn Selbitinn, íþróttavöruverslunin Sportlíf, leikfanga- og bókabúðin Hugföng, Blómastofan, snyrtivöruverslunin Evíta, videóleigan Tröllavídeó og fatahreinsunin Kjóll og hvítt. Um árabil hafði lögreglan bækistöð á Eiðistorgi og Lyfjastofnun var þar einnig lengi til húsa.

Á Eiðistorgi er nú meðal annars bókasafn (Bókasafn Seltjarnarness), matvöruverslunin Hagkaup, hárgreiðslustofan Perma, ÁTVR, veitingastaðurinn og kráin Rauða ljónið, Apótekarinn, Arna ís- og kaffibar, IKONA snyrtistofa og snyrtivöruverslun, sjónvarpsstöðin Hringbraut hefur aðsetur á torginu og einnig frumkvöðasetrið Innovation house.

Tilvísanir breyta

  1. Magnús Erlendsson, „Kenjar stóra bróður“, Morgunblaðið, 20. júní 1995 (skoðað 8. júlí 2020)
  2. „Eiði í eyði“, Morgunblaðið, 10. maí 1979 (skoðað 8. júlí 2020)
  3. „Nýstárlegur miðbær að rísa á Seltjarnarnesi“, Morgunblaðið, 27. ágúst 1983 (skoðað 29. apríl 2020)
  4. „Vörumarkaðurinn opnar nýja verslun við Eiðistorg“, Morgunblaðið, 27. ágúst 1983, (skoðað 29. apríl 2020)