Listi yfir nöfn sem mannanafnanefnd hefur hafnað
(Endurbeint frá Hávarr)
Sótt hefur verið um viðurkenningu á mörgum íslenskum mannanöfnum, sem mannanafnanefnd hefur hafnað. Fyrir neðan er listi með nokkrum þeirra. (ath. listinn er ekki tæmandi)
Nöfnum hafnað 2001
breytaÞann 18. desember 2001 var haldinn fundur í Mannanafnanefnd. Fundinn sátu Andri Árnason (formaður), Guðrún Kvaran og Margrét Jónsdóttir.
- Berry (Mál nr. 116/2001), sótt um sem kvenmannsnafn:
- Mannanafnanefnd var gerð beiðni um að eiginnafnið Berry væri tekið til greina og fært á mannanafnaskrá en var því hafnað þann 18. desember 2001 á grundvelli þess að það taldi ekki uppfylli lagaákvæði um mannanöfn.[1] Sjá einnig Berry.
- Birgis (Mál nr. 114/2001), sótt um sem karlmannsnafn:
- Mannanafnanefnd var gerð beiðni um að eiginnafnið Birgis væri tekið til greina og fært á mannanafnaskrá en var því hafnað þann 18. desember 2001 sökum þess að samkvæmt 3. málsgrein 8. greinar laga númer 45/1996 um mannanöfn skulu föðurnöfn mynduð þannig að nafn föður kemur í eignarfalli að viðbættu dóttir, ef kvenmaður er. Með vísan til þessa er ekki unnt að verða við beiðni um kenninafnið Birgis.[1] Sjá einnig greinina Birgir.
- Hávarr (Mál nr. 118/2001), sótt um sem karlmannsnafn:
- Mannanafnanefnd var gerð beiðni um að eiginnafnið Hávarr væri tekið til greina og fært á mannanafnaskrá og var það samþykkt þann 18. desember 2001.[1] Taldist það ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks nútímamáls og er andstætt íslenskri hljóðþróun, þó hefð hafi skapast fyrir fáeinum nöfnum með þessari endingu (-rr). Ekki telst því vera tilefni til endurupptöku máls þessa. Sjá einnig greinina Hávar.
- Timila (Mál nr. 119/2001), sótt um sem kvenmannsnafn:
- Mannanafnanefnd var gerð beiðni um að eiginnafnið Timila væri tekið til greina og fært á mannanafnaskrá en var því hafnað þann 18. desember 2001.[1]
- Tryggvason (Mál nr. 115/2001), sótt um sem karlmannsnafn:
- Mannanafnanefnd var gerð beiðni um að gera Tryggvason að eiginnafni, en var því hafnað sökum þess að ekki sé hefð fyrir því að eiginnöfn séu mynduð á sama hátt og kenninöfn og að það teldist ekki vera í samræmi við íslenskt málkerfi. [1]
- Örn (Mál nr. 113/2001), sótt um sem kvenmannsnafn:
- Mannanafnanefnd var gerð beiðni um að eiginnafnið Örn væri tekið til greina og fært á mannanafnaskrá sem kvenmannsnafn. Var niðurstaða Mannanafnanefndar að nafnið Örn teldist til karlmannsnafns og var beiðninni hafnað þann 18. desember 2001.[1]
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 http://www.rettarheimild.is/DomsOgKirkjumala/Mannanafnanefnd/2001/12/18/nr/26 Mannanafnanefnd, úrskurðir 18. desember 2001 (Mál nr. 116/2001)