Háskólinn í Greenwich

Háskólinn í Greenwich er háskóli í borgarhlutanum Greenwich í London. Aðalháskólalóðin heitir Maritime Greenwich og liggur á suðurbakka Thamesár í miðjum Greenwich, nálægt Canary Wharf, fjármálastöð borgarinnar.

Byggingar á lóð Old Royal Naval College. Stjörnuathugunarstöðin Royal Observatory er í bakgrunni.

Háskólinn er staðsettur á gömlu lóð skólans Old Royal Naval College sem hefur langa sögu um menntun sjóhermanna. Byggingin var hönnuð á 17. öld og var á þeim tíma sjúkrahús fyrir sjómenn. Arkitekinn var Christopher Wren. Nú er þessi bygging ásamt lóðinni á heimsminjaskrá UNESCO.

Aðrar lóðir í eigu háskólans eru staðsettar í Medway og Eltham í suðausturhluta London.

Háskólinn á rætur sínar að rekja til ársins 1890 þegar Tækniskólinn í Woolwich var stofnaður. Árið 1970 sameinaðist hann nokkrum öðrum háskólum og bar svo nafnið Thames Polytechnic. Á næstu árum sameinuðust Dartford College (1976), Avery Hill College (1985), Garnett College (1987), og nokkrar deildir Goldsmith College og City of London College (1988) skólanum og svo fjölgaði námskeiðum hans.

Árið 1992 var skólanum veitt háskólastöðu frá Bresku ríkisstjórninni og fá fékk hann nafnið „Háskólinn í Greenwich“.

Tengt efni

breyta
   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.