Guayaquil

Borg í Ekvador
(Endurbeint frá Gvæjakíl)

Guayaquil eða Gvæjakíl (ketsjúa: Wayakil), opinberlega Santiago de Guayaquil, er stærsta borg Ekvador og jafnframt efnahagsleg höfuðborg og helsta hafnarborg landsins. Borgin er höfuðborg Guayas-sýslu og stjórnsetur kantónunnar Guayaquil. Borgin liggur á vesturbakka Guayas-fljótsins, sem rennur út í Kyrrahaf við Guayaquil-flóa.

Gvæjakíl
Guayaquil
Borg
Svipmyndir frá Guayaquil
Svipmyndir frá Guayaquil
Fáni Gvæjakíl
Skjaldarmerki Gvæjakíl
Kjörorð: 
Por Guayaquil Independiente
Íslenska: „Fyrir sjálfstæða Gvæjakíl“
Gvæjakíl er staðsett í Ekvador
Gvæjakíl
Gvæjakíl
Hnit: 02°11′24″S 79°53′15″V / 2.19000°S 79.88750°V / -2.19000; -79.88750
LandFáni Ekvador Ekvador
SýslaGuayas
KantónaGuayaquil
Stofnun25. júlí 1535; fyrir 489 árum (1535-07-25)
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriAquiles Álvarez
Flatarmál
 • Samtals344,5 km2
Hæð yfir sjávarmáli
4 m
Mannfjöldi
 (2022)
 • Samtals2.650.288[1]
TímabeltiUTC−05:00
Póstnúmer
EC090150
Svæðisnúmer(0)4
Vefsíðawww.guayaquil.gob.ec

Söguágrip

breyta

Guayaquil var stofnuð þann 25. júlí árið 1538 af spænska landvinningamanninum Francisco de Orellana, sem nefndi hana „Muy Noble y Muy Ciudad de Santiago de Guayaquil“. Áður hafði verið frumbyggjaþorp þar sem borgin var stofnuð. Guayaquil byggðist smám saman upp og taldi til sín tæplega 2.000 íbúa árið 1600 og um 10.000 einni öld síðar.

 
Kort Jacques L'Hermite af Guayaquil og Puna, 1630.

Árið 1687 réðust enskir og franskir sjóræningjar á borgina undir forystu Englendingsins George d'Hout og Frakkanna Pierre le Picard og Francis Grognet. Af um 260 sjóræningjum voru 35 drepnir og 46 særðir. Úr varnarliði borgarinnar féllu 75 í valinn og fleiri en 100 særðust. Árásarmennirnir rændu konum úr borginni og tóku sér þær sem ambáttir. Quito greiddi sjóræningjunum lausnargjald til þess að fá þá til að sleppa gíslunum og brenna ekki borgina.

 
Kort af Guayaquil frá árinu 1741.

Árið 1709 gerðu ensku skipstjórarnir Woodes Rogers, Etienne Courtney og William Dampier árás á Quayaquil ásamt 110 sjóræningjum og kröfðust lausnargjalds. Þeir hörfuðu hins vegar skyndilega frá borginni þegar gulusóttarfaraldur braust út í borginni.

Þann 9. október árið 1820 handtók hópur borgara stjórnendur Spánverja í Guyaquil eftir ásamt setuliði sem staðsett var í borginni að hafa yfirbugað herliða sem enn voru tryggir spænsku stjórninni. Guyaquil lýsti í kjölfarið yfir sjálfstæði frá Spáni og lýsti sig „Fríhéraðið Guyaquil“ (sp. Provincia Libre de Guayaquil). José Joaquín de Olmedo var lýstur leiðtogi (Jefe Civil) borgríkisins. Þessir atburðir mörkuðu þáttaskil í sjálfstæðisstríði Ekvador gegn Spáni.

Þann 26. júlí 1822 áttu José de San Martín og Simón Bolívar frægan fund í Guayaquil og ræddu þar um áætlanir sínar til að ná fram sjálfstæði Suður-Ameríku frá Spáni.

Her Perú hefur tvisvar gert árásir á Guyaquil, árin 1829 og 1860. Árið 1896 varð mikill eldsvoði í borginni þar sem stór hluti hennar brann.

Árið 1922 lét stjórn Ekvador kveða niður allsherjarverkfall í Guyaquil og drap tugi verkamanna.

Tilvísanir

breyta
  1. "Citypopulation.de Population and area of Guayaquil." Instituto Nacional de Estadísticas y Censos. Sótt 4. apríl 2024.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.