Varró

(Endurbeint frá Varro)

Marcus Terentius Varro, víðast þekktur undir nafninu Varró, (116 f.Kr.27 f.Kr.) var rómverskur fræðimaður og rithöfundur, sem Rómverjar kölluðu „lærðasta mann Rómaveldis“.

Varró samdi meira en 400 ritverk um ævina en einungis tvö eru varðveitt. Brot eru varðveitt úr sjötíu verkum öðrum. Varðveitt eru verkin:

  • De lingua latina libri XXV (eða Um latneska tungu í 25 bókum)
  • Rerum rusticarum libri III (eða Sveitamál í þremur bókum)

Tengt efni

breyta
   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.