Grêmio Foot-Ball Porto Alegrense
Grêmio Foot-Ball Porto Alegrense betur þekkt sem Grêmio er knattspyrnufélag frá Porto Alegre í Brasilíu. Félagið var stofnað árið 1903.
Grêmio Foot-Ball Porto Alegrense | |||
Fullt nafn | Grêmio Foot-Ball Porto Alegrense | ||
Gælunafn/nöfn | Imortal Tricolor Tricolor dos Pampas Clube de Todos Maior do Sul | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | Grêmio | ||
Stofnað | 15. september 1903 | ||
Leikvöllur | Arena do Grêmio, Porto Alegre | ||
Stærð | 55.662 | ||
Knattspyrnustjóri | Renato Portaluppi | ||
Deild | Campeonato Brasileiro Série A | ||
2023 | (2023) 2.sæti (Série A); (2024) 1.sæti (Campeonato Gaúcho) | ||
|
Saga
breytaÞann 7. september árið 1903 lék Sport Club Rio Grande, elsta knattspyrnufélag Brasilíu, sýningarleik í Porto Alegre. Heimsóknin vakti áhuga nokkurra ungra manna í borginni, sem flestir voru af þýskum ættum og um viku síðar stofnuðu þeir sitt eigið knattsprynufélag. Í mars árið eftir lék liðið sinn fyrsta formlega leik og voru mótherjarnir Fuss Ball Porto Alegre. Grêmio vann þessa fyrstu viðureign sína 1:0, en nafn markaskorarans er óþekkt.
Árið 1909 vann Grêmio 10:0 sigur á Internacional í fyrsta kappleik síðarnefnda félagsins. Það átti eftir að marka upphafið að langri sögu beggja liða sem erkifjenda. Árið eftir tókst liðinu svo að sigra úrúgvæska landsliðið í vináttuleik.
Campeonato Gaúcho, héraðskeppnin í fylkinu Rio Grande do Sul var haldin í fyrsta sinn árið 19189 með Grêmio sem eitt stofnfélaga. Fyrsti héraðsmeistaratitillinn vannst árið 1921 og hafa Grêmio og Internacional borið höfuð og herðar yfir önnur félög, með á fimmta tug titla hvort um sig á meðan einungis einu öðru félagi hefur tekist að sigra tvívegis. Árið 1931 varð Grêmio eitt af fyrstu félögum í Brasilíu til að leika kvöldleiki, eftir að hafa sett upp flóðljós á heimavelli sínum.
Brasilíska úrvalsdeildin hóf göngu sína árið 1959 undir heitinu Taça Brasil. Grêmio tók þátt þetta fyrsta ár og komst í undanúrslit. Það afrek var endurtekið árin 1964 og 1967.
Meistarar Brasilíu og heimsins
breytaÁrið 1981 varð Grêmio brasilískur meistari í fyrsta sinn eftir sigur á São Paulo í tveggja leikja úrslitaeinvígi. Tveimur árum síðar fylgdi svo fyrsti sigurinn í álfukeppninni Copa Libertadores eftir sigur á Peñarol í úrslitum. Liðið bætti svo um betur með sigri á Evrópumeisturum Hamburger SV í heimsmeistarakeppni félagsliða.
Grêmio fór með sigur af hólmi í fyrstu brasilísku bikarkeppninni sem fram fór árið 1989 og endurtók leikinn árið 1994, þrátt fyrir að hafa í millitíðinni fallið niður um deild og komið upp aftur í fyrsta sinn í sögunni.
Ný gullöld gekk í garð árið 1995 undir stjórn Luiz Felipe Scolari. Hann gerði félagið að Suður-Ameríkumeisturum í annað sinn árið 1995 og Brasilíumeisturum árið eftir. Litlu mátti muna að liðið yrði einnig heimsmeistari í annað sinn í sögunni en manni færri tókst Grêmio að fara í vítaspyrnukeppni gegn Ajax Amsterdam.
Þriðji og síðasti sigurinn í Copa Libertadores leit svo dagsins ljós árið 2007.
Titlar
breyta1981, 1996
- Héraðsmeistarar: Campeonato Gaúcho: 43
1921, 1922, 1926, 1931, 1932, 1946, 1949, 1956, 1957, 1958, 1959, 1960, 1962, 1963, 1964, 1965, 1966, 1967, 1968, 1977, 1979, 1980, 1985, 1986, 1987, 1988, 1989, 1990, 1993, 1995, 1996, 1999, 2001, 2006, 2007, 2010, 2018, 2019, 2020, 2021, 2022, 2023, 2024
1983, 1995, 2017
- Heimsmeistarar félagsliða: 1
1983
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Grêmio FBPA“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. október 2024.