Grêmio Foot-Ball Porto Alegrense

Grêmio Foot-Ball Porto Alegrense betur þekkt sem Grêmio er knattspyrnufélag frá Porto Alegre í Brasilíu. Félagið var stofnað árið 1903.

Grêmio Foot-Ball Porto Alegrense
Fullt nafn Grêmio Foot-Ball Porto Alegrense
Gælunafn/nöfn Imortal Tricolor
Tricolor dos Pampas
Clube de Todos
Maior do Sul
Stytt nafn Grêmio
Stofnað 15. september 1903
Leikvöllur Arena do Grêmio, Porto Alegre
Stærð 55.662
Knattspyrnustjóri Renato Portaluppi
Deild Campeonato Brasileiro Série A
2023 (2023) 2.sæti (Série A); (2024) 1.sæti (Campeonato Gaúcho)
Heimabúningur
Útibúningur

Þann 7. september árið 1903 lék Sport Club Rio Grande, elsta knattspyrnufélag Brasilíu, sýningarleik í Porto Alegre. Heimsóknin vakti áhuga nokkurra ungra manna í borginni, sem flestir voru af þýskum ættum og um viku síðar stofnuðu þeir sitt eigið knattsprynufélag. Í mars árið eftir lék liðið sinn fyrsta formlega leik og voru mótherjarnir Fuss Ball Porto Alegre. Grêmio vann þessa fyrstu viðureign sína 1:0, en nafn markaskorarans er óþekkt.

Árið 1909 vann Grêmio 10:0 sigur á Internacional í fyrsta kappleik síðarnefnda félagsins. Það átti eftir að marka upphafið að langri sögu beggja liða sem erkifjenda. Árið eftir tókst liðinu svo að sigra úrúgvæska landsliðið í vináttuleik.

Campeonato Gaúcho, héraðskeppnin í fylkinu Rio Grande do Sul var haldin í fyrsta sinn árið 19189 með Grêmio sem eitt stofnfélaga. Fyrsti héraðsmeistaratitillinn vannst árið 1921 og hafa Grêmio og Internacional borið höfuð og herðar yfir önnur félög, með á fimmta tug titla hvort um sig á meðan einungis einu öðru félagi hefur tekist að sigra tvívegis. Árið 1931 varð Grêmio eitt af fyrstu félögum í Brasilíu til að leika kvöldleiki, eftir að hafa sett upp flóðljós á heimavelli sínum.

Brasilíska úrvalsdeildin hóf göngu sína árið 1959 undir heitinu Taça Brasil. Grêmio tók þátt þetta fyrsta ár og komst í undanúrslit. Það afrek var endurtekið árin 1964 og 1967.

Meistarar Brasilíu og heimsins

breyta

Árið 1981 varð Grêmio brasilískur meistari í fyrsta sinn eftir sigur á São Paulo í tveggja leikja úrslitaeinvígi. Tveimur árum síðar fylgdi svo fyrsti sigurinn í álfukeppninni Copa Libertadores eftir sigur á Peñarol í úrslitum. Liðið bætti svo um betur með sigri á Evrópumeisturum Hamburger SV í heimsmeistarakeppni félagsliða.

Grêmio fór með sigur af hólmi í fyrstu brasilísku bikarkeppninni sem fram fór árið 1989 og endurtók leikinn árið 1994, þrátt fyrir að hafa í millitíðinni fallið niður um deild og komið upp aftur í fyrsta sinn í sögunni.

Ný gullöld gekk í garð árið 1995 undir stjórn Luiz Felipe Scolari. Hann gerði félagið að Suður-Ameríkumeisturum í annað sinn árið 1995 og Brasilíumeisturum árið eftir. Litlu mátti muna að liðið yrði einnig heimsmeistari í annað sinn í sögunni en manni færri tókst Grêmio að fara í vítaspyrnukeppni gegn Ajax Amsterdam.

Þriðji og síðasti sigurinn í Copa Libertadores leit svo dagsins ljós árið 2007.

Titlar

breyta

1981, 1996

  • Héraðsmeistarar: Campeonato Gaúcho: 43

1921, 1922, 1926, 1931, 1932, 1946, 1949, 1956, 1957, 1958, 1959, 1960, 1962, 1963, 1964, 1965, 1966, 1967, 1968, 1977, 1979, 1980, 1985, 1986, 1987, 1988, 1989, 1990, 1993, 1995, 1996, 1999, 2001, 2006, 2007, 2010, 2018, 2019, 2020, 2021, 2022, 2023, 2024

1983, 1995, 2017

  • Heimsmeistarar félagsliða: 1

1983

Heimildir

breyta