Glock 17 er hálfsjálfvirk skammbyssa framleidd af austurríska vopnafyrirtækinu Glock. Glock 17 var hönnuð í kringum árið 1980 fyrir austurríska herinn. Árið 1988 byrjaði sænski herinn að nota hana. Notað er 9 x 19 mm skot í hana, en til eru öðruvísi tegundir af Glock 17 sem nota öðruvísi tegundir af skotum, t.d: 10mm og .45 ACP (Automatic Colt Pistol). Það magasín sem oftast er notað, komast 17 skot í, ef notuð eru 9mm skot. Lengd byssunnar er 186 millimetrar og þyngdin er 625 grömm.

Glock 17

Glock 17 er mikið notuð af lögreglu og hermönnum í Evrópu og einnig í Asíu. Glock 17 er notuð af: Víkingasveitinni (íslenska sérsveitin), Karhuryhmä (finnska sérsveitin), lögreglunni í Hong Kong, austurríska hernum, hollenska hernum, malasíska hernum, norska hernum og Beredskapstroppen (norska sérsveitin), sænska hernum, breskum sérsveitum og af mörgum öðrum.

Glock 18 er alsjálfvirk, en er að öðru leyti nánast eins og Glock 17.

Tengill

breyta