Beredskapstroppen

Sérsveit norsku lögreglunnar

Beredskapstroppen eða svokölluð Delta er hin vopnaða sérsveit norsku lögreglunnar, séræfð í hryðjuverkaaðstæðum sem gætu komið upp. Höfuðstöðvar þeirra eru staðsettar í Ósló. Sérsveitin eyðir 50 % af tíma sínum í æfingar og þeir eyða hinum 50 % af tíma sínum sem venjulegir lögregluþjónar í Ósló. Sérsveitin hefur um það bil 70 sérsveitarmenn.

Víkingasveitin (íslenska sérsveitin) æfir oft með þeirri norsku. Á árinu 2007 voru sérsveitirnar tvær með miklar æfingar hér á Íslandi. Æfingarmyndböndin voru sýnd á Ríkisútvarpinu.

Skotvopn

breyta