Gjóskugígar myndast í þeytigosum / gjóskugosum utan megineldstöðva.

Hverfjall
Diamond Head

Lögun

breyta

Gjóskugígur er nokkuð stór keila með allbreiðri gígskál (gjóskukeila, eins og sumar Vatnaöldurnar) eða hringlaga, fremur lágur, stór og breiður gígur[1] eins og Diamond Head á Hawaii eða Hrossaborg við Jökulsá á Fjöllum.

Eldgosin

breyta

Gjóskugos eru almennt heldur aflmikil og stendur ýmist ólmur stólpi af gjósku upp úr gosopinu eða að slitróttar en öflugar sprengingar þeyta gjósku til lofts.

Orsökin er hröð og öflug afgösun kvikunnar eða aðkoma vatns í gosrás.

Hringlaga útlitsgerðin kemur líklega fram í sígosum, þegar gjóskan ryðst með litlum hléum hátt til lofts.

Gígskálin tengist frekar slitróttari og sprengivirkari bólstragosum.

Á síðari stigum gosa getur það komið fyrir að gjóskugos breytist í hraungos þegar vatn kemst ekki lengur í gosrásina.[1]

Staðsetning

breyta

Staka gjóskugíga má finna á Íslandi í gígaröðum innan um aðrar tegundir af gígum, sérstaklega gjall- og klepragíga.

T.d. mynda Veiðivötn og Vatnaöldur þannig samsettar gígaraðir.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur jarðfræðilykill. Reykjavík, Mál og Menning, 2004

Tenglar

breyta