Brescia er borg og sveitarfélag í Langbarðalandi á Ítalíu. Hún liggur nálægt Ölpunum og Gardavatni og Iseovatni. Íbúar eru rúmlega 200.000 (2019) en íbúar héraðsins 1,2 milljón. Borgin er kölluð Ljónynja Ítalíu (Leonessa d'Italia)

Brescia.

Í Brescia eru einar best varðveittu rómversku rústir á norður-Ítalíu (borgin hét Brixia á tímum Rómverja). Einnig eru þar miðaldakastalar, dómkirkjur og minnismerki. Minjar þessar eru á lista UNESCO. Frakkar og Austurríkismenn réðu borginni um tíma og voru stríð og hernaðarátök gegn þeim. Brescia sameinaðist nýlegu Konungsríki Ítalíu árið 1859.

Borgin var áður fyrr mikilvæg iðnaðarborg og framleiðsla verkfæra og byssna meðal vara. Knattspyrnulið borgarinnar er Brescia Calcio.