Gerðuberg (Snæfellsnesi)

Gerðuberg á Snæfellsnesi er hamrabelti úr grágrýti, myndarlegur og reglulegur stuðlabergshamar. Það er í 46 km fjarlægð frá Borgarnesi í Hnappadal á innanverðu Snæfellsnesi.

Gerðuberg á Snæfellsnesi

Gerðuberg er hluti af basalthrauni sem rann á Tertíer. Hraunið er óvenju fallega stuðlað og eru stuðlarnir mjög reglulegir 1 - 1,5 m í þvermál og eru 14 metra háir þar sem þeir eru hæstir.

Gerðuberg er á náttúruminjaskrá.

Nálægir staðir

breyta

Heimild

breyta

„Vesturland.is - Afþreying og staðir“. Sótt 15. júlí 2010.

   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.