Georg Kr. Lárusson

Georg Kr. Lárusson

Georg Kristinn Lárusson (f. 21. mars 1959) er forstjóri Landhelgisgæslunnar og fyrrverandi forstjóri Útlendingaeftirlitsins, en því starfi gegndi hann frá 1999 til ársins 2005. Hann lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1985 og framhaldsnámi við lagadeild Kaupmannarhafnarháskóla. Hann var dómarafulltrúi við Borgardóm Reykjavíkur 1985-89 og settur bæjarfógeti og sýslumaður í Dalasýslu, Strandasýslu og í Kópavogi á tímabilinu 1989-92. Hann var skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum á árunum 1992-1998. Georg var skipaður varalögreglustjóri í Reykjavík 1998-1999, og settur lögreglustjóri í Reykjavík 1998.

TenglarBreyta

   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.