Georg Kr. Lárusson
Forstjóri Landhelgisgæslu Íslands
Georg Kristinn Lárusson (f. 21. mars 1959) er forstjóri Landhelgisgæslunnar og fyrrverandi forstjóri Útlendingaeftirlitsins, en því starfi gegndi hann frá 1999 til ársins 2005. Hann lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1985 og framhaldsnámi við lagadeild Kaupmannarhafnarháskóla. Hann var dómarafulltrúi við Borgardóm Reykjavíkur 1985-89 og settur bæjarfógeti og sýslumaður í Dalasýslu, Strandasýslu og í Kópavogi á tímabilinu 1989-92. Hann var skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum á árunum 1992-1998. Georg var skipaður varalögreglustjóri í Reykjavík 1998-1999, og settur lögreglustjóri í Reykjavík 1998.
Heiðursmerki
breytaÍslensk Heiðursmerki
breyta- Ísland:
- Riddari hinnar íslensku fálkaorðu (1. Janúar 2019).[1]
Erlend Heiðursmerki
breyta- Frakkland:
- Foringi í riddarareglu fyrir verðleika á sjó (11. Október 2022).[2]
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Skrifstofa Forseta Íslands“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. maí 2023. Sótt 9. júlí 2024.
- ↑ „Georg Lárusson sæmdur franskri orðu“. Morgunblaðið. 12. október 2022. Sótt 1. maí 2023.