Georg 1. Grikkjakonungur

Georg 1. (gríska: Γεώργιος A' της Ελλάδας; umritað Geórgios I tis Elládas; 24. desember 1845 – 18. mars 1913), fæddur undir nafninu Kristján Vilhjálmur Ferdinand Adolf Georg af ættinni Schleswig-Holstein-Sonderbourg-Glücksbourg í Danmörku var konungur Grikklands frá árinu 1863 þar til hann var ráðinn af dögum árið 1913. Hann var annar einvaldur Grikklands sem nútímaríkis, stofnandi grísku konungsfjölskyldunnar og sá þeirra sem ríkti lengst, í um fimmtíu ár.

Skjaldarmerki Lukkuborgarætt Konungur Grikklands
Lukkuborgarætt
Georg 1. Grikkjakonungur
Georg 1.
Ríkisár 30. mars 186318. mars 1913
SkírnarnafnChristian Vilhelm Ferdinand Adolf Georg af Schleswig-Holstein-Sonderburg-Glücksburg
Fæddur24. desember 1845
 Kaupmannahöfn, Danmörku
Dáinn18. mars 1913 (67 ára)
 Þessalóníku, Grikklandi
GröfTatoi-höll, Grikklandi
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Kristján 9.
Móðir Lovísa af Hessen-Kassel
DrottningOlga Grikklandsdrottning
BörnKonstantín, Georg, Alexandra, Nikulás, María, Olga, Andrés

Árið 1863 var Vilhjálmur Danaprins, þá sautján ára, kjörinn konungur Grikkja undir nafninu Georg 1. eftir að gríska landsþingið hafði steypt hinum óvinsæla Ottó Grikkjakonungi af stóli. Georg vildi forðast mistök forvera síns og flýtti sér að aðlagast siðum Grikkja og blanda geði við nýju þegnana sína. Georg, sem enn var ungur og óreyndur, þurfti að glíma við afar erfitt innanríkisástand. Þegar hann komst til valda ríkti mikill ágreiningur á gríska stjórnmálasviðinu og landið var hrjáð af alvarlegum efnahagsvanda. Þjóðernissinnar höfðu mikil áhrif og ýttu á eftir „hugsjóninni miklu“ um eitt stórt land fyrir allt fólk af grískum uppruna.

Valdatíð Georgs 1. einkenndist því að miklu leyti af útþenslustefnu og innlimunar – stundum friðsællar og stundum ofbeldisfullrar – á héröðum þar sem meirihluti íbúa var grískumælandi: Jónaeyjum (1864), Þessalíu (1880) og ekki síst Makedóníu, Epírus og Krítar (1913). Georg og ríkisstjórnir hans unnu þó ekki tóma sigra á valdatíð hans og Grikkland fékk einnig að upplifa niðurlægingar líkt og verslunarbann stórveldanna gegn Grikklandi árið 1885 og ósigur gegn Tyrkjum í stríði árið 1897.

Georg er ættfaðir stórrar konungsfjölskyldu og sumir meðlimir hennar ríkja enn yfir Evrópuríkjum. Hann eignaðist nokkur börn með eiginkonu sinni, rússnesku stórhertogaynjunni Olgu Konstantínovnu, en samband hans við þau þótti nokkuð stormasamt.

Georg 1. Grikklandskonungur var drepinn í Þessalóníku árið 1913 og sonur hans, Konstantín 1. tók við sem konungur Grikklands.

Heimild

breyta


Fyrirrennari:
Ottó
Konungur Grikklands
(30. mars 186318. mars 1913)
Eftirmaður:
Konstantín 1.