Geoffrey Plantagenet

(Endurbeint frá Geoffrey af Anjou)

Geoffrey Plantagenet eða Geoffrey 5. greifi af Anjou – (24. ágúst 11137. september 1151) – var greifi af Anjou, greifi af Maine og hertogi af Normandí. Hann var faðir Hinriks 2. Englandskonungs og var því ættfaðir Plantagenet-konungsættarinnar.

Geoffrey Plantagenet, greifi af Anjou og hertogi af Normandí.

Æviágrip

breyta

Hann var elsti sonur Fulkos, sem var greifi af Anjou og konungur í Jerúsalem. Móðir hans var Erembourg af La Flèche, sem var erfingi að greifadæminu Maine. Geoffrey fékk viðurnefnið Plantagenet eftir plöntu af ertublómaætt (planta genista, með gulu blómi), sem hann bar oft í hatti sínum. Nafnið „Geoffrey“ er af norrænum uppruna = „Guðröður“

Hinrik 1. Englandskonungur hafði heyrt um hæfileika Geoffreys, og sendi menn til Anjou til að semja um hjónaband hans og dóttur sinnar Maud (sem var einnig kölluð Matilda eða Matthildur). Samningar náðust og var Geoffrey sleginn til riddara, 15 ára gamall, í Rúðuborg (Rouen) til að búa hann undir hjónavígsluna. Kaþólska kirkjan mótmælti ekki hjónabandinu, þó að systir Geoffreys væri ekkja sonar Hinriks 1. Þau giftust á hvítasunnu 1127. Maud eða Matthildur var ellefu árum eldri en Geoffrey. Hún var ekkja Hinriks 5. keisara, og notaði gjarnan titilinn keisaraynja fremur en greifynja, eftir að hún giftist Geoffrey. Hjónabandið var stormasamt, og komu löng tímabil sem þau bjuggu ekki saman.

Árið eftir brúðkaupið fór faðir Geoffreys til Jerúsalem, þar sem hann varð konungur. Geoffrey varð þá greifi af Anjou (1129), en hafði áður tekið við greifadæminu Maine (1126).

Þegar Hinrik 1. dó 1135 fór Matthildur strax til Normandí til að fá arfinn eftir hann, þar með talið konungdæmið á Englandi. En Stefán af Blois var þá krýndur konungur, líklega eftir sinnaskipti Hinriks 1. á dánarbeði. Hann fékk stuðning bæði af Englandi og Normandí. Matthildur hóf nú langa baráttu um ensku krúnuna. Geoffrey maður hennar lét árið eftir af hendi þrjú héruð, til að reyna kaupa sér stuðning í baráttunni. Árið 1139 steig Matthildur á land í Englandi með 140 riddara. Stefán reis til varnar, og hófst þá það sem kallað er stjórnleysistímabilið í sögu Englands. Stefán var handtekinn í Lincoln í febrúar 1141. Skömmu síðar lýstu æðstu menn kirkjunnar því yfir að hann væri settur af, og fékk Matthildur titilinn Lafði Englendinga. Sama haust neyddist hún til að láta Stefán lausan og varð hann þá aftur konungur.

Á árunum 1142 og 1143 lagði Geoffrey undir sig Normandí vestan og sunnan Signu, og 14. janúar 1144 fór hann yfir Signu og hertók Rúðuborg. Hann fékk titilinn Hertogi af Normandí sumarið 1144. Sama ár stofnaði hann Ágústínusarklaustur í Chateau-l'Ermitage í Anjou. Hann stjórnaði hertogadæminu til 1149, þegar hann afhenti það syni sínum, Hinriki 2. Loðvík 7. Frakkakonungur staðfesti það árið eftir.

Sem greifi af Anjou barði Geoffrey niður þrjár uppreisnir sem lénsherrar stóðu á bak við, 1129, 1135 og 1145–1151. Hann stóð lengi í átökum við yngri bróður sinn, Elías, sem hann hélt í fangelsi til 1151. Yfirvofandi uppreisnir heima fyrir, komu í veg fyrir að hann gæti beitt herafla í átökunum um England. Árið 1153 var deilan um England leyst með Wallingford-samningnum, sem kvað á um að Stefán skyldi vera konungur til æviloka, og að Hinrik, sonur Geoffreys og Matthildar, skyldi taka við af honum sem Hinrik 2.

Geoffrey dó skyndilega 7. september 1151 á heimleið frá fundi með ráðgjöfum sínum. Hann var grafinn í dómkirkjunni í Le Mans.

Jean de Marmoutier segir að Geoffrey hafi verið rauðhærður, glaðlyndur, hraustur og góður herstjóri. Önnur heimild segir að undir fáguðu yfirborði hafi verið kaldlyndur og sjálfhverfur persónuleiki.

Geoffrey og Matthildur eignuðust þrjá syni:

Hann eignaðist einnig börn utan hjónabands, með ástkonum:

Heimildir

breyta


Fyrirrennari:
Stefán Englandskonungur
Hertogar af Normandí
(1144 – 1150)
Eftirmaður:
Hinrik 2. Englandskonungur
Fyrirrennari:
Fulko 5. af Anjou
Greifar af Maine
(1126 – 1151)
Eftirmaður:
Elías 2. af Maine
Fyrirrennari:
Fulko 5. af Anjou
Greifar af Anjou
(1129 – 1151)
Eftirmaður:
Hinrik 2. Englandskonungur