Gemella er ættkvísl Gram-jákvæðra baktería (gerla) sem vaxa best við háan styrk CO2. Þær eru valfrjálst loftfælnar og bæði oxidasa- og katalasa neikvæðar. Þær nota eingöngu gerjandi efnaskipti, ýmist með myndun ediksýru og mjólkursýru eða ediksýru og CO2. Þannig stundar til dæmis G. haemolysans mjólkur- og ediksýrumyndandi gerjun ef súrefni er ekki til staðar í æti hennar, en sé súrefni til staðar myndar hún ediksýru og CO2 í jöfnum hlutföllum [2].

Gemella
Vísindaleg flokkun
Ríki: Gerlar (Bacteria)
Fylking: Firmicutes
Flokkur: Bacilli
Ættbálkur: Bacillales
Ætt: Staphylococcaceae
Ættkvísl: Gemella
Berger 1960
Tegundir[1]

G. bergeri
G. cuniculi
G. haemolysans
G. morbillorum
G. palaticanis
G. sanguinis

Bakteríur af Gemella ættkvísl finnast einkum í slímhúðum manna og annarra spendýra, gjarnan í munnholi og ofanverðum meltingarvegi.

Heimildir breyta

  1. Euzéby, J. P. „List of Prokaryotic Names with Standing in Nomenclature“. Sótt 16. desember 2008.
  2. Stackebrandt, E., B. Wittek, E. Seewaldt, og K. H. Schleifer (1982). „Physiological, biochemical and phylogenetic studies on Gemella haemolysans. FEMS Microbiology Letters. 13: 361–365. doi:10.1111/j.1574-6968.1982.tb08288.x.