Staphylococcaceae
Staphylococcaceae er ætt gerla (baktería) innan ættbálksins Bacillales. Líkt og flestar aðrar bakteríur innan fylkingarinnar Firmicutes eru meðlimir Staphylococcaceae Gram-jákvæðir og með lágt GC-hlutfall í erfðaefni sínu. Þeir eru ekki grómyndandi, ókvikir, valfrjálst loftfælnir og nánast allar tegundir ættarinnar eru kokkar að lögun (innan ættkvíslarinnar Gemella er þó að finna staflaga tegundir). Margar tegundir ættarinnar geta stundað nítratöndun þegar súrefni er ekki til staðar.
Staphylococcaceae | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Rafeindasmásjármynd af tveimur Staphylococcus epidermidis frumum.
| ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Ættkvíslir | ||||||||||
Gemella |
Heimildir
breyta- M. Dworkin (ritstj.) +The prokaryotes: a handbook on the biology of bacteria: Firmicutes, Cyanobacteria, 4. bindi, 3ja útg. 2007. Springer-Verlag, New York, NY. ISBN 0-3872-5494-3.
- Staphylococcaceae á þýsku Wikipediu.
- J. P. Euzéby. List of Prokaryotic names with Standing in Nomenclature Geymt 30 desember 2010 í Wayback Machine. (Uppfærsla 6. des. 2008)