Geir G. Zoëga

Íslenskir verkfræðingar

Geir Zoëga Geirsson (28. september 18854. janúar 1959), betur þekktur sem Geir G. Zoëga, var þriðji landsverkfræðingur í embætti landsverkfræðings. Eftir að embætti landsverkfræðings var skipt í tvo hluta árið 1918 varð hann fyrsti vegamálastjóri í embætti vegamálastjóra.[1] Seinna var nafni þess breytt í Vegagerð ríkisins sem seinna varð að Vegagerðinni. Hann starfaði sem vegamálastjóri frá 1918 til 1956.

Geir G. Zoëga
Fæddur
Geir Zoëga Geirsson

28. september 1885
Dáinn4. janúar 1959 (73 ára)
ÞjóðerniÍslenskur
MenntunLærðaskólinn í Reykjavík
Störflandsverkfræðingur, vegamálastjóri
BörnGeir Agnar Zoëga (f. 1919)
ForeldrarGeir Tómasson Zoëga
Bryndís Sigurðardóttir

Starfsferill

breyta

Árið 1911 var Geir ráðinn sem aðstoðarverkfræðingur landsverkfræðings, sem þá var Jón Þorláksson. Á þeim tíma voru aðeins 11 brýr og 300 km af akfærum vegum á öllu landinu. Geir sá um framkvæmdir á nýjum brúm og vegum en Jón sá um fjármál og bókhald. Á árunum 1911 til 1917 voru byggðar 33 brýr og lagðir tugir kílómetra af vegum.[2]

Geir varð landsverkfræðingur þegar Jón Þorláksson sagði starfi sínu lausu árið 1917. Hann gegndi því embætti þar til hann lét af störfum árið 1956. Þegar hann lét af störfum voru um 800 brýr og 9000 km af akfærum vegum.[3]

Hann var skipaður formaður skipulagsnefndar ríkisins árið 1921 og gegndi því starfi þar til 1956. Hann undirbjó lögin um skipulag kaupstaða og kauptúna (1948). Honum var falið yfireftirlit með brunavarnamálum utan Reykjavíkur og hann gegndi því starfi til dauðadags.

Heimildir

breyta
  1. „Saga og minjar“. https://www.vegagerdin.is/. Vegagerðin. Sótt 3. ágúst 2022.
  2. Jón Á. Bjarnason (9. janúar 1959). „Geir G. Zoega vegamálastjóri“. https://timarit.is/. Morgunblaðið. Sótt 3. ágúst 2022.
  3. Jón Á. Bjarnason (9. janúar 1959). „Geir G. Zoega vegamálastjóri“. https://timarit.is/. Morgunblaðið. Sótt 3. ágúst 2022.