Gedda
Gedda (fræðiheiti: Esox lucius) er stór ferskvatnsfiskur sem er algengur í ám og vötnum í Norður-Evrópu, Rússlandi og Norður-Ameríku. Hún finnst einnig í ísöltu vatni, til dæmis umhverfis Gotland.
Gedda | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Gedda
| ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Esox lucius Carolus Linnaeus (1758) |
Hún verður yfirleitt um hálfur metri að lengd, en þó hafa veiðst geddur sem eru einn og hálfur metri og 26,5 kg að þyngd. Hún getur orðið allt að þrjátíu ára gömul.
Geddan er alæta og hikar ekki við að ráðast á dýr sem eru næstum jafnstór henni sjálfri. Hún étur aborra, froska, andarunga og fleiri fiska og dýr. Hún lifir einkum í stöðuvötnum og fljótum sem eru nógu straumhörð til að botnfrjósa ekki.
Eini náttúrulegi óvinur geddunnar er maðurinn og aðrar geddur.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Geddu.