Fornítalískt stafróf

Fornítalískt stafróf er útdautt stafróf sem var notað á Ítalíuskaga að fornu til að rita ýmis indóevrópsk (aðallega ítalísk) mál, ásamt öðrum málum, t.d. etrúsku. Stafrófið á uppruna sinn í kumaíska stafrófinu sem var notað í Iskía og Kumaí á 8. öld. Germanskar rúnir voru afleiddar af þessu stafrófi á 2. öld.

Etrúskt stafróf breyta

Elsta etrúska stafrófið er frá 700 f.Kr. og hafði 26 stafi:

𐌀 𐌁 𐌂 𐌃 𐌄 𐌅 𐌆 𐌇 𐌈 𐌉 𐌊 𐌋 𐌌
𐌍 𐌎 𐌏 𐌐 𐌑 𐌒 𐌓 𐌔 𐌕 𐌖 𐌗 𐌘 𐌙
umskrifað,
A B G D E V Z H Θ I K L M
N Ξ O P Ś Q R S T Y X Φ Ψ

Fyrir árið 600 f.Kr. hafði stafrófið ekki breyst mikið og rita mátti í hvaða átt sem er. Hins vegar fór það að þróast frá 6. öld og var lagað að hljóðkerfi etrúsku. Stöfum sem táknuðu hljóð sem voru ekki til í etrúsku var sleppt. Fyrir 400 f.Kr. var klassíska etrúska stafrófið í notkun víða um Etrúríu, sem hafði 20 stafi, og skrifað var frá vinstri til hægri:

𐌀 𐌂 𐌃 𐌄 𐌅 𐌆 𐌇 𐌈 𐌉 𐌋 𐌌 𐌍 𐌐 𐌑 𐌓 𐌔 𐌕 𐌖 𐌘 𐌙 𐌚
A C D E V Z H Θ I L M N P Ś R S T U Φ Ψ F

Latneskt stafróf breyta

21 af gömlu etrúsku stöfunum 26 var notaður til að skrifa fornlatínu frá 7. öld f.Kr.:

𐌀 𐌁 𐌂 𐌃 𐌄 𐌅 𐌆 𐌇 𐌉 𐌊 𐌋 𐌌 𐌍 𐌏 𐌐 𐌒 𐌓 𐌔 𐌕 𐌖 𐌗
A B C D E F Z H I K L M N O P Q R S T V X
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.