Stafli (tölvunarfræði)
(Endurbeint frá Hlaði (tölvunarfræði))
Stafli[1] (einnig kallaður hlaði[2] eða troðröð[3]) er mikið notuð gagnagrind. Það einkennist af því að nýjasta stakið á hlaðanum er það fyrsta sem fjarlægist. Líta má á hlaðann sem nokkurskonar rör sem er lokað að neðan, þar sem að til þess að ná neðsta stakinu úr þarf að fjarlægja öll stökin ofan af.
Aðgerðirnar á stafla eru tvær:
- Ýta (push): bæta nýju staki við efst á hlaðann.
- Toga (pop): taka efsta stakið ofan af hlaðanum.
Til eru staflabundin forritunarmál t.d. Forth og PostScript, og staflavélar (e. stack machine), t.d. Burroughs B6700, voru einu sinni algeng högun fyrir tölvur (og er enn notað fyrir sumar sýndarvélar, t.d. JVM, fyrir Java), en gistuvélar (e. register machine) eru nú algengari.
Tengt efni
breytaTilvísanir
breyta- ↑ stafli Geymt 1 maí 2015 í Wayback Machine af Tölvuorðasafninu
- ↑ hlaði Geymt 1 maí 2015 í Wayback Machine af Tölvuorðasafninu
- ↑ stafli, troðröð Geymt 1 maí 2015 í Wayback Machine af Tölvuorðasafninu