Gagnagrunnur

Gagnagrunnur er safn upplýsinga sem er geymt í tölvu á skipulagðan hátt til þess að forrit geti svarað spurningum um gögnin. Hugbúnaðurinn sem heldur utan um gagnagrunninn er kallaður gagnasafnskerfi. Oft er ekki gerður greinamunur á þessu tvennu, heldur er bara talað um gagnagrunn og er þá átt við bæði hugbúnaðinn og gögnin. Fræðigreinin sem fæst við gagnagrunna nefnist gagnasafnsfræði.

Til eru mismunandi gagnalíkön, þ.e. aðferðir til að skipuleggja gögnin. Eitt slíkt líkan byggist á því að safna upplýsingum um sérhvern hlut í eina færslu og raða síðan þessum hlutum í tré eða stigveldi og nefnist það stigskipt gagnalíkan. Vinsælast er þó venslalíkanið sem byggist á því að raða upplýsingum í töflur.

Tengt efniBreyta

   Þessi tölvugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.